Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Íslandsmeistaraparið Damir Muminovic og Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Stefán Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn. Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín
Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira