Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2024 20:05 Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og bóndi á Stokkseyrarseli við póstkassann, sem krummarnir eru duglegir að opna þegar þau Sigurður Torfi sjá ekki til þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira