Upphaflega var Pogba dæmdur í fjögurra ára bann eftir að ólögleg efni fundist í blóðstreymi hans. Hann kærði niðurstöðuna og á endanum var leikbann hans stytt niður í 18 mánuði. Hann má því byrja að æfa með félagsliði á nýjan leik í janúar næstkomandi og spila í mars.
Juventus hefur gefið það út að leikmaðurinn sé ekki í framtíðarplönum sínum og vill félagið endilega losna við hann af launaskrá. Pogba virðist ekki hafa mikinn áhuga á að vera á mála hjá félagi sem vill hann ekki þó launin séu góð. Hann hefur verið orðaður við ýmis félög, þar á meðal í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu og svo víðsvegar um Evrópu.
BREAKING: Paul Pogba and Juventus have had advanced talks over the termination of his contract at the club 🚨pic.twitter.com/tqUGHTt3yG
— Sky Sports (@SkySports) November 11, 2024
Pogba er 31 árs gamall, hefur spilað 91 A-landsleik og varð heimsmeistari með Frakklandi sumarið 2018. Er félagslið varðar hefur leikmaðurinn aðeins spilað fyrir Manchester United og Juventus en það styttist í að hann finni sitt þriðja félagslið á annars glæstum ferli.