Madame Tussauds er eitt frægasta vaxmyndasafn heims en safnið er staðsett í Lundúnum á Englandi og þar má finna vaxmyndir af hinum og þessum frægu aðilum. Þar eru Hollywood-stjörnur, stjórnmálafólk, þjóðarleiðtogar og jú knattspyrnumenn.
Hin 31 árs gamla Mary Earps spilar í dag með París Saint-Germain í Frakklandi en spilaði með Manchester United frá 2019 til síðasta sumars. Jafnframt hefur hún spilað 51 A-landsleik fyrir England og stóð vaktina í markinu þegar enskar stóðu uppi sem Evrópumeistarar sumarið 2022 sem og þegar liðið fór alla leið í úrslit á HM ári síðar.
Hún verður þar með fyrsta knattspyrnukonan sem fær vaxmynd af sér á Madame Tussauds. Hvort fleiri vaxi í fótspor hennar verður að koma í ljós á komandi misserum.