„Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 22:13 Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur starfar hjá tæknideild lögreglu. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“ Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“
Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira