Hætt eftir drónaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 08:32 Bev Priestman snýr ekki aftur sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta. getty/Vaughn Ridley Bev Priestman er hætt sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir drónaskandalinn á Ólympíuleikunum í París. Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Priestman var send heim af Ólympíuleikunum og dæmd í eins árs bann frá fótbolta af FIFA eftir að upp komst að þjálfarateymi Kanada hafði notað dróna til að njósna um æfingu andstæðinga þeirra, Nýja-Sjálands. Auk Priestmans voru leikgreinandinn Joseph Lombardi og aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander einnig dæmd í bann. Kanadíska knattspyrnusambandið lét fara fram sjálfstæða rannsókn á málinu. Meðal niðurstaða hennar var að drónaskandalinn væri lýsandi fyrir óásættanlega menningu sem hefði þrifist innan landsliðsins. Í gær var svo greint frá því að Priestman, Lombardi og Mander myndu ekki snúa aftur til starfa hjá kanadíska liðinu. Rannsóknin á drónaskandalnum leiddi í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem brögðum sem þessum hafði verið beitt af þjálfarateymi Kanada. Þó fundust engar vísbendingar um að njósnir á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 þar sem kanadíska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Það gæti þó skýrst af öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom þó fram að leikmenn kanadíska liðsins hefðu ekki séð neitt af efninu sem þjálfarateymið aflaði með njósnunum. Einhverjir í þjálfarateymi Kanada settu spurningarmerki við njósnirnar en þögðu þunnu hljóði. Sex stig voru dregin af Kanada eftir að upp komst um njósnirnar á Ólympíuleikunum. Þrátt fyrir það komst kanadíska liðið upp úr sínum riðli en tapaði fyrir Þýskalandi í átta liða úrslitum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira