Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 11:59 Jakub Polkowski á þáverandi heimili sínu í Keflavík. vísir Einbýlishús að Hátúni 1 í Reykjanesbæ hefur verið auglýst til sölu á 83 milljónir króna. Húsið var keypt á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna eftir að það hafði verið tekið upp í skuldir ungs öryrkja. Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á húsnæðisgjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Ágætisávöxtun á rúmu ári Svo virðist sem útgerðarstjórinn hafi haft rétt fyrir sér um að hann hafi gert góð kaup. Húsið að Hátúni 1 hefur nú verið auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Uppsett verð er 83 milljónir króna, áttatíu milljónum meira en kaupverðið fyrir rúmu ári síðan. Að sögn Hauks Andreassonar, fasteignasala sem er með húsið á skrá, er seljandinn sá sami og keypti húsið á uppboðinu á sínum tíma. Þá segir hann að ráðist hafi verið í talsverðar endurbætur á húsinu frá því að það var keypt. Af myndum í auglýsingunni og eldri myndum má sjá að til að mynda hefur verið skipt um eldhús í húsinu. Það er blaðamanni þó stórlega til efs að stórum hluta áttatíu milljóna hafi verið varið í endurbætur. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Fasteignamarkaður Reykjanesbær Tengdar fréttir Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á húsnæðisgjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Ágætisávöxtun á rúmu ári Svo virðist sem útgerðarstjórinn hafi haft rétt fyrir sér um að hann hafi gert góð kaup. Húsið að Hátúni 1 hefur nú verið auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Uppsett verð er 83 milljónir króna, áttatíu milljónum meira en kaupverðið fyrir rúmu ári síðan. Að sögn Hauks Andreassonar, fasteignasala sem er með húsið á skrá, er seljandinn sá sami og keypti húsið á uppboðinu á sínum tíma. Þá segir hann að ráðist hafi verið í talsverðar endurbætur á húsinu frá því að það var keypt. Af myndum í auglýsingunni og eldri myndum má sjá að til að mynda hefur verið skipt um eldhús í húsinu. Það er blaðamanni þó stórlega til efs að stórum hluta áttatíu milljóna hafi verið varið í endurbætur.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Fasteignamarkaður Reykjanesbær Tengdar fréttir Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03
Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur