Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Boði Logason skrifar 14. nóvember 2024 07:03 Aðventan með Lindu Ben eru nýir þættir á Stöð 2 og Vísi. Vísir Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna. Í þessum fyrsta þætti sýnir Linda okkur notalegan jólabröns með girnilegum mjúkum kanilsnúðum með valhnetukaramellu, ljúffengum pönnukökum, jólajógúrt og klassísku heitu súkkulaði. Klippa: Aðventan með Lindu Ben: Notalegur jólabrunch Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Kanilsnúðar 7 g þurrger 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 tsk salt 1 egg 450 g hveiti Kanilfylling 120 g mjúkt smjör 2 dl sykur 2 msk kanill Setjið volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu og sykri í hrærivél og hrærið smá til að þurrgerið blotni. Bætið eggi, smjöri og salti saman við. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Útbúið valhnetukaramelluna á meðan degið hefast. Valhnetukaramella 150 g valhnetur 100 g púðursykur 50 g hvítur sykur 150 g hlynsíróp 50 g smjör 50 ml mjólk ⅓ tsk salt Setjið hlynsíróp og smjör saman í pönnu þar til bráðnað, bætið þá öllum öðrum innihaldsefnum á pönnuna og hitið þar til sykurkornin eru bráðnuð. Bætið þá valhnetum út á pönnuna og hrærið þar til karamellan þekur hneturnar. Setjið valhnetukaramelluna í stórt eldfast mót Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita. Raðið snúðunum ofan á karamelluna, það má vera frekar rúmt á milli snúðanna því þeir eiga eftir að stækka. Leggið hreint viskastykki yfir formið og látið snúðana hefast aftur í 30-60 mínútur Stillið ofninn á 175°C og undir- og yfirhita. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn. Heitt súkkulaði 500 ml nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum 150 g Síríus suðusúkkulaði 2 msk sykur Rjómi frá Örnu mjólkurvörum Setjið mjólkina í pott ásamt sykrinum og súkkulaðinu, hitið að suðu en látið ekki sjóða. Slökkvið á hitanum undir súkkulaðinu og hrærið saman þar til allt hefur samlagast. Hellið í bolla eða glös, þeytið rjómann og bætið út á heita súkkulaðið. Aðventan með Lindu Ben Uppskriftir Matur Jól Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Í þessum fyrsta þætti sýnir Linda okkur notalegan jólabröns með girnilegum mjúkum kanilsnúðum með valhnetukaramellu, ljúffengum pönnukökum, jólajógúrt og klassísku heitu súkkulaði. Klippa: Aðventan með Lindu Ben: Notalegur jólabrunch Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Kanilsnúðar 7 g þurrger 120 ml volgt vatn 120 ml volg mjólk ½ dl sykur 80 g brætt smjör 1 tsk salt 1 egg 450 g hveiti Kanilfylling 120 g mjúkt smjör 2 dl sykur 2 msk kanill Setjið volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu og sykri í hrærivél og hrærið smá til að þurrgerið blotni. Bætið eggi, smjöri og salti saman við. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð. Útbúið valhnetukaramelluna á meðan degið hefast. Valhnetukaramella 150 g valhnetur 100 g púðursykur 50 g hvítur sykur 150 g hlynsíróp 50 g smjör 50 ml mjólk ⅓ tsk salt Setjið hlynsíróp og smjör saman í pönnu þar til bráðnað, bætið þá öllum öðrum innihaldsefnum á pönnuna og hitið þar til sykurkornin eru bráðnuð. Bætið þá valhnetum út á pönnuna og hrærið þar til karamellan þekur hneturnar. Setjið valhnetukaramelluna í stórt eldfast mót Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið fyllingunni yfir allt deigið. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 12 – 15 bita. Raðið snúðunum ofan á karamelluna, það má vera frekar rúmt á milli snúðanna því þeir eiga eftir að stækka. Leggið hreint viskastykki yfir formið og látið snúðana hefast aftur í 30-60 mínútur Stillið ofninn á 175°C og undir- og yfirhita. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín (tími fer eftir hversu þykkir snúðarnir eru) eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn. Heitt súkkulaði 500 ml nýmjólk frá Örnu mjólkurvörum 150 g Síríus suðusúkkulaði 2 msk sykur Rjómi frá Örnu mjólkurvörum Setjið mjólkina í pott ásamt sykrinum og súkkulaðinu, hitið að suðu en látið ekki sjóða. Slökkvið á hitanum undir súkkulaðinu og hrærið saman þar til allt hefur samlagast. Hellið í bolla eða glös, þeytið rjómann og bætið út á heita súkkulaðið.
Aðventan með Lindu Ben Uppskriftir Matur Jól Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira