Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 23:31 Cristiano Ronaldo er enn í frábæru líkamlegu formi þrátt fyrir að það séu bara nokkrir mánuðir í það að hann komist á fimmtugsaldurinn. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira