„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 22:26 Kristrún Frostadóttir segir að Þórður Snær megi skammast sín vegna skrifa sinna. Vísir/Vilhelm „Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar. Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira