Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 09:31 Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Sjávarútvegurinn er 4% en menning og skapandi greinar fylgja þar fast á eftir með 3,5% af landsframleiðslu miðað við tölur árið 2022. Þessar staðreyndir kunna að koma einhverjum á óvart, en í ljósi þeirra er hægt að fullyrða að menning og skapandi greinar eru ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Margslungin atvinnugrein með gildi í sjálfri sér Menning og skapandi greinar hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér. Menning er grundvallarþáttur í tilveru manneskjunnar, alltumlykjandi og órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar allra. Menningin er sameiningarafl í samfélögum og stuðlar að aukinni hamingju og velferð fólks og alveg sérstaklega ef unnið er á markvissan hátt með krafta hennar. Þetta vitum við. En það sem við vissum ekki fyrr en Ágúst tók saman hagræn gögn í fyrrnefndri skýrslu er til að mynda sú staðreynd að fyrir hverja opinbera krónu sem fjárfest er í greininni verða til þrjár krónur í hagkerfinu. Önnur sturluð staðreynd: Skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum eru svipað háar og ríkisframlög í þessar greinar. Vissu þið líka að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum? Það er næstum þrisvar sinnum fleiri en starfa á stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum. Fulla ferð áfram Það er alveg skýrt að Samfylkingin vill tryggja áfram opinberan stuðning við menningu og skapandi greinar. Þær verða í lykilhlutverki í efnahagslífi Íslands og heimshagkerfinu öllu á næstu áratugum og mikilvægt að búa í haginn fyrir framtíðina með því að styrkja stöðu okkar á þessu sviði enn frekar. Stuðningurinn skiptir miklu máli og skilar samfélaginu dýrmætum efnahagslegum, menningarlegum og samfélagslegum ávinningi. Stór skref hafa verið stigin undanfarin ár, eins og með stofnun Tónlistarmiðstöðvar, Sviðslistamiðstöðvar, Rannsóknaseturs skapandi greina, ýmiskonar stefnumótunarvinnu, fjölgun listamannalauna og baráttu fyrir tilvist tungumálsins okkar í heimi gervigreindar svo dæmi séu nefnd. Byggja þarf á þessari góðu vinnu. Það er áríðandi að Listaháskóli Íslands komist inn í framtíðarhúsnæði sem samræmist þörfum og kröfum skólans. Hann þarf að komast undir eitt þak í eitt skipti fyrir öll en Listaháskólinn hefur verið á hrakhólum í áratugi, sem er óásættanlegt hjá menningarþjóð eins og Íslandi. Einnig þarf að klára málin varðandi Þjóðaróperu. Kvikmyndasjóð þarf að styrkja aftur og tryggja fyrirsjáanleika í sjóðum almennt. Síðustu ár hefur stuðningur við nýsköpun verið efldur í gegnum endurgreiðslukerfi og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og endurskoða og þróa endurgreiðslukerfi annarra skapandi greina samhliða. Þá er nauðsynlegt að leggja rækt við grasrót menningarlífs með því að huga sérstaklega að rýmum til listsköpunar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og ekki síður á landsbyggðinni. Vinnum með samfélagslegar áskoranir í gegnum menningu Samfylkingin leggur ríka áherslu á að auka aðgengi allra að listnámi og þátttöku í menningarstarfi, jafna tækifæri barna og ungmenna sem og fólks úr jaðarsettum hópum. Þá er hægt að nýta menningu og skapandi greinar betur með markvissum hætti til að vinna með þær samfélagslegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Nýta þær sem tæki til að vinna að aukinni vellíðan og hamingju fólks með því að búa til jarðveg sem getur ræktað tengsl á milli einstaklinga og stuðlað að því að fólk upplifi að það tilheyri samfélagi. Í þessu samhengi er hægt að horfa til unga fólksins okkar, eldri borgara, fólks með geðrænan vanda og nýbúa í landinu. Skapandi greinum fylgja ört vaxandi útflutningstekjur, íslenskt menningarlíf er annað helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu í landinu og allar atvinnugreinar reiða sig í einhverjum mæli á framlag listafólks eða skapandi greina í víðara samhengi. Það eru fjölmörg sóknarfæri í menningu og skapandi greinum og margar góðar tillögur í fyrrnefndri skýrslu þess efnis sem horfa þarf til við frekari vinnu, í góðu samstarfi við greinina. Við erum stolt af því að eiga fjölda fulltrúa á sviði menningar, lista og skapandi greina sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Byggðamál Menning Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Sjávarútvegurinn er 4% en menning og skapandi greinar fylgja þar fast á eftir með 3,5% af landsframleiðslu miðað við tölur árið 2022. Þessar staðreyndir kunna að koma einhverjum á óvart, en í ljósi þeirra er hægt að fullyrða að menning og skapandi greinar eru ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Margslungin atvinnugrein með gildi í sjálfri sér Menning og skapandi greinar hafa ótvírætt gildi í sjálfu sér. Menning er grundvallarþáttur í tilveru manneskjunnar, alltumlykjandi og órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar allra. Menningin er sameiningarafl í samfélögum og stuðlar að aukinni hamingju og velferð fólks og alveg sérstaklega ef unnið er á markvissan hátt með krafta hennar. Þetta vitum við. En það sem við vissum ekki fyrr en Ágúst tók saman hagræn gögn í fyrrnefndri skýrslu er til að mynda sú staðreynd að fyrir hverja opinbera krónu sem fjárfest er í greininni verða til þrjár krónur í hagkerfinu. Önnur sturluð staðreynd: Skatttekjur hins opinbera af menningu og skapandi greinum eru svipað háar og ríkisframlög í þessar greinar. Vissu þið líka að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum? Það er næstum þrisvar sinnum fleiri en starfa á stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum. Fulla ferð áfram Það er alveg skýrt að Samfylkingin vill tryggja áfram opinberan stuðning við menningu og skapandi greinar. Þær verða í lykilhlutverki í efnahagslífi Íslands og heimshagkerfinu öllu á næstu áratugum og mikilvægt að búa í haginn fyrir framtíðina með því að styrkja stöðu okkar á þessu sviði enn frekar. Stuðningurinn skiptir miklu máli og skilar samfélaginu dýrmætum efnahagslegum, menningarlegum og samfélagslegum ávinningi. Stór skref hafa verið stigin undanfarin ár, eins og með stofnun Tónlistarmiðstöðvar, Sviðslistamiðstöðvar, Rannsóknaseturs skapandi greina, ýmiskonar stefnumótunarvinnu, fjölgun listamannalauna og baráttu fyrir tilvist tungumálsins okkar í heimi gervigreindar svo dæmi séu nefnd. Byggja þarf á þessari góðu vinnu. Það er áríðandi að Listaháskóli Íslands komist inn í framtíðarhúsnæði sem samræmist þörfum og kröfum skólans. Hann þarf að komast undir eitt þak í eitt skipti fyrir öll en Listaháskólinn hefur verið á hrakhólum í áratugi, sem er óásættanlegt hjá menningarþjóð eins og Íslandi. Einnig þarf að klára málin varðandi Þjóðaróperu. Kvikmyndasjóð þarf að styrkja aftur og tryggja fyrirsjáanleika í sjóðum almennt. Síðustu ár hefur stuðningur við nýsköpun verið efldur í gegnum endurgreiðslukerfi og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og endurskoða og þróa endurgreiðslukerfi annarra skapandi greina samhliða. Þá er nauðsynlegt að leggja rækt við grasrót menningarlífs með því að huga sérstaklega að rýmum til listsköpunar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og ekki síður á landsbyggðinni. Vinnum með samfélagslegar áskoranir í gegnum menningu Samfylkingin leggur ríka áherslu á að auka aðgengi allra að listnámi og þátttöku í menningarstarfi, jafna tækifæri barna og ungmenna sem og fólks úr jaðarsettum hópum. Þá er hægt að nýta menningu og skapandi greinar betur með markvissum hætti til að vinna með þær samfélagslegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Nýta þær sem tæki til að vinna að aukinni vellíðan og hamingju fólks með því að búa til jarðveg sem getur ræktað tengsl á milli einstaklinga og stuðlað að því að fólk upplifi að það tilheyri samfélagi. Í þessu samhengi er hægt að horfa til unga fólksins okkar, eldri borgara, fólks með geðrænan vanda og nýbúa í landinu. Skapandi greinum fylgja ört vaxandi útflutningstekjur, íslenskt menningarlíf er annað helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu í landinu og allar atvinnugreinar reiða sig í einhverjum mæli á framlag listafólks eða skapandi greina í víðara samhengi. Það eru fjölmörg sóknarfæri í menningu og skapandi greinum og margar góðar tillögur í fyrrnefndri skýrslu þess efnis sem horfa þarf til við frekari vinnu, í góðu samstarfi við greinina. Við erum stolt af því að eiga fjölda fulltrúa á sviði menningar, lista og skapandi greina sem eru í fremstu röð á heimsvísu. Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar