Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 10:26 Rúnar Páll Sigmundsson handsalar samninginn við Magnús Helgason, yfirmann knattspyrnumála, og Þorstein Ingason, formann stjórnar. Grótta Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.” Grótta Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Rúnar Páll tekur við Gróttu í 2. deild því liðið féll niður úr Lengjudeildinni í ár. Christopher Brazell, sem hafði stýrt Gróttu frá 2022, var rekinn frá félaginu í sumar og Igor Bjarni Kostic stýrði Gróttu til loka tímabilsins, en liðið endaði í 11. sæti, tíu stigum á eftir næstu liðum. Grótta lék í Bestu deildinni í fyrsta og eina sinn árið 2020 en er nú komin aftur í 2. deild þar sem liðið spilaði síðast árið 2018. Ljóst er að Rúnari Páli er ætlað að koma liðinu sem fyrst aftur upp í Lengjudeildina. Rúnar er meðal annars með það á ferilskránni að hafa gert Stjörnuna að Íslandsmeistara árið 2014, og komið liðinu í 4. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sama ár, auk þess að gera liðið að bikarmeistara árið 2018. Hann stýrði síðast liði Fylkis í þrjú ár og kom því upp í Bestu deildina á fyrsta ári en þaðan féll liðið svo í haust. „Ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild“ „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu. Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” segir Rúnar Páll í fréttatilkynningu Gróttu. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, tekur í sama streng og fagnar komu Rúnars: „Það er óhætt að segja að við séum himinlifandi með komu Rúnars Páls á Nesið. Við reyndum eftir fremsta megni að vanda til verka við ráðningu á nýjum þjálfara enda eru mikilvægir tímar framundan hjá karlaliði Gróttu - við ætlum okkur aftur upp í Lengjudeildina en um leið byggja upp lið sem getur gert sig gildandi þar á næstu árum. Með Rúnari kemur mikil orka og drifkraftur og við hlökkum til að fylgjast með honum aðlagast og setja sinn svip á Gróttusamfélagið.”
Grótta Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira