200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar 15. nóvember 2024 10:03 Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef gaman af því að lesa klikkuðustu auglýsingarnar í Facebook hópum um leiguhúsnæði. Að fólk á þessari reikistjörnu skuli dirfast að rukka hátt í 200 þús fyrir að búa í innréttuðu fatahengi eða verkfæraskáp þykir mér eins hlægilegt og það er sorglegt. Það er enginn ofn, hálfur gluggi og það þarf að labba korter í næstu sundlaug til þess að fara í sturtu, en verðið er hátt af því að „það er í miðbænum” eða „strætó stoppar fyrir utan”. Trú mín á mannkynið endurheimtist aðeins þegar ég sé gott fólk hrynja yfir þessar auglýsingar með hláturstjáknum, en ég verð strax aftur sorgmæddur þegar ég sé endalaus “PM” komment, sem gefa til kynna að viðkomandi ætli að sækjast eftir íbúðinni í einkaskilaboðum. Ekki af því að eitthvað sé að fólkinu sem vill búa í þessum aðstæðum, og ekki heldur af því að ég sé reiður út í leigusalana. Óánægja mín beinist að stjórnvöldum sem hafa leyft þessu að viðgangast í áraraðir. Aðgerðarleysi stjórnvalda Stjórnvöld hafa því miður leyft húsnæðismarkaði á Íslandi að byggjast upp á græðgi. Þau hafa leyft fólki að éta upp íbúðarhúsnæði eingöngu í hagnaðarskyni. Þeim finnst það í fullkomnu lagi að selja milljónum ferðamanna Ísland á okkar kostnað. Íbúðareigendur sjá hvað ferðamenn eru til í að láta bjóða sér til þess að spara smá. Íbúðareigendur sjá líka að ferðamenn þrá margir að prófa að „lifa eins og heimamenn” og nota því eina mannsæmandi íbúðarhúsnæðið til að rækta fantasíur þeirra. Málið er hins vegar það að heimamenn búa oft í bágari aðstæðum en ferðamenn. Þó að sumir fasteignaeigendur eigi gagnrýni skilda er þetta samt fyrst og fremst stjórnvöldum að kenna fyrir að gera þeim kleift að útiloka okkur frá húsnæðinu sem við borgum skatta fyrir. Það sem gerir mig hvað reiðastan er það að þetta bitnar á viðkvæmustu hópunum. Ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref inn á leigumarkaðinn, innflytjendum sem skortir tengslanet, fólki í fátækt sem hefur varla efni á óásættanlegu húsnæði, hvað þá ásættanlegu. Að leyfa þessari misnotkun að tíðkast gerir það að verkum að alltof margir eiga í vök að verjast í þessu samfélagi og á þessum bilaða leigumarkaði. Hvernig gæti þetta verið öðruvísi? Píratar hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Eitt af því sem við viljum gera er að herða regluverk og eftirlit með leigusíðum líkt og AirBnB og öðrum sambærilegum útfærslum af notkun íbúðarhúsnæðis til skammtímaleigu. Píratar vilja skilyrða heimagistingu við íbúðir þar sem einstaklingar eru skráðir til heimilis, svo fólk geti áfram aukið tekjur sínar með því að leigja íbúð sína út af og til, en á sama tíma taka fyrir þann möguleika atvinnugestgjafa að leggja undir sig heilu og hálfu íbúðarhúsin fyrir skammtímaleigu. Einnig viljum við efla réttindi leigjenda svo fólk geti búið við fyrirsjáanleika og húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Eins og er er næstum því ómögulegt að vera á hinum íslenska leigumarkaði og Píratar munu sjá til þess að gera hann aðgengilegri fyrir öll. Kjóstu öðruvísi, kjóstu Pírata. Höfundur skipar 3. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun