Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 15. nóvember 2024 10:16 Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun