Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Þröng hefur verið á þingi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Nú stendur til að setja fé í að bæta aðstöðuna á meðan beðið er eftir nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Milljónirnar 650 sem eiga að fara í bráðamóttökuna samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmu af heimildum Nýja Landspítalans. Brýnt er sagt að ráðast í húsnæðislausnir fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem núverandi aðstaða geri spítalanum ekki kleift að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu fram að opnun nýs meðferðarkjarna. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH, opinbers hlutafélags um framkvæmdina, segir að fjölga eigi legurýmum á bráðamóttökunni. Göngudeild verði færð í færanlega byggingu. Hann segir tillögu um að draga tvo og hálfan milljarð af áður áætluðum fjárveitingum til framkvæmda við Nýja Landspítalann á næsta ári engin áhrif hafa á framgang uppbyggingarinnar miðað við þær framkvæmdaáætlanir sem liggi fyrir. Áfram verði framkvæmt fyrir meira en tuttugu milljarða króna á næsta ári. Nýr Landspítali rís við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Ljóst hefði verið að NLSH þyrfti ekki alla fjármunina á næsta ári vegna hliðrunar á framkvæmdalínu og þá ætti félagið uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Þeir milljarðar sem lagt er til að verði teknir af fjárheimildum næsta árs færist til ársins 2026. Auk fimm þingmanna starfsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks skrifar Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, undir nefndarálit meirihlutans en með fyrirvara um að ekki liggi fyrir heildaráhrif af breytingunum sem lagðar eru til. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Ný Ölfusárbrú Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Milljónirnar 650 sem eiga að fara í bráðamóttökuna samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmu af heimildum Nýja Landspítalans. Brýnt er sagt að ráðast í húsnæðislausnir fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem núverandi aðstaða geri spítalanum ekki kleift að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu fram að opnun nýs meðferðarkjarna. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH, opinbers hlutafélags um framkvæmdina, segir að fjölga eigi legurýmum á bráðamóttökunni. Göngudeild verði færð í færanlega byggingu. Hann segir tillögu um að draga tvo og hálfan milljarð af áður áætluðum fjárveitingum til framkvæmda við Nýja Landspítalann á næsta ári engin áhrif hafa á framgang uppbyggingarinnar miðað við þær framkvæmdaáætlanir sem liggi fyrir. Áfram verði framkvæmt fyrir meira en tuttugu milljarða króna á næsta ári. Nýr Landspítali rís við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Ljóst hefði verið að NLSH þyrfti ekki alla fjármunina á næsta ári vegna hliðrunar á framkvæmdalínu og þá ætti félagið uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Þeir milljarðar sem lagt er til að verði teknir af fjárheimildum næsta árs færist til ársins 2026. Auk fimm þingmanna starfsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks skrifar Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, undir nefndarálit meirihlutans en með fyrirvara um að ekki liggi fyrir heildaráhrif af breytingunum sem lagðar eru til.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Ný Ölfusárbrú Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira