Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Þröng hefur verið á þingi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Nú stendur til að setja fé í að bæta aðstöðuna á meðan beðið er eftir nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Milljónirnar 650 sem eiga að fara í bráðamóttökuna samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmu af heimildum Nýja Landspítalans. Brýnt er sagt að ráðast í húsnæðislausnir fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem núverandi aðstaða geri spítalanum ekki kleift að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu fram að opnun nýs meðferðarkjarna. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH, opinbers hlutafélags um framkvæmdina, segir að fjölga eigi legurýmum á bráðamóttökunni. Göngudeild verði færð í færanlega byggingu. Hann segir tillögu um að draga tvo og hálfan milljarð af áður áætluðum fjárveitingum til framkvæmda við Nýja Landspítalann á næsta ári engin áhrif hafa á framgang uppbyggingarinnar miðað við þær framkvæmdaáætlanir sem liggi fyrir. Áfram verði framkvæmt fyrir meira en tuttugu milljarða króna á næsta ári. Nýr Landspítali rís við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Ljóst hefði verið að NLSH þyrfti ekki alla fjármunina á næsta ári vegna hliðrunar á framkvæmdalínu og þá ætti félagið uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Þeir milljarðar sem lagt er til að verði teknir af fjárheimildum næsta árs færist til ársins 2026. Auk fimm þingmanna starfsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks skrifar Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, undir nefndarálit meirihlutans en með fyrirvara um að ekki liggi fyrir heildaráhrif af breytingunum sem lagðar eru til. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Milljónirnar 650 sem eiga að fara í bráðamóttökuna samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmu af heimildum Nýja Landspítalans. Brýnt er sagt að ráðast í húsnæðislausnir fyrir bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem núverandi aðstaða geri spítalanum ekki kleift að sinna nauðsynlegri bráðaþjónustu fram að opnun nýs meðferðarkjarna. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala (NLSH, opinbers hlutafélags um framkvæmdina, segir að fjölga eigi legurýmum á bráðamóttökunni. Göngudeild verði færð í færanlega byggingu. Hann segir tillögu um að draga tvo og hálfan milljarð af áður áætluðum fjárveitingum til framkvæmda við Nýja Landspítalann á næsta ári engin áhrif hafa á framgang uppbyggingarinnar miðað við þær framkvæmdaáætlanir sem liggi fyrir. Áfram verði framkvæmt fyrir meira en tuttugu milljarða króna á næsta ári. Nýr Landspítali rís við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Ljóst hefði verið að NLSH þyrfti ekki alla fjármunina á næsta ári vegna hliðrunar á framkvæmdalínu og þá ætti félagið uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum. Þeir milljarðar sem lagt er til að verði teknir af fjárheimildum næsta árs færist til ársins 2026. Auk fimm þingmanna starfsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks skrifar Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, undir nefndarálit meirihlutans en með fyrirvara um að ekki liggi fyrir heildaráhrif af breytingunum sem lagðar eru til.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira