Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 12:00 Njáll Trausti Friðbertsson formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að áfram verði heimilt að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á húsnæðislán en það úrræði átti að afnema um áramótin. Þá hefur hann einnig lagt til frestun kílómetragjalds og að önnur gjöld verði hækkuð um 2,5 prósent í staðin. Frestun kílómetragjalds leiðir til nettólækkunar tekna ríkissjóðs um tæpa sjö milljarða, sem fjárlaganefnd þurfti að bregðast við. „Við leggjum þá til að farin sé hálf leið miðað við það sem ætlunin var með kílómetragjaldið varðandi kolefnisgjaldið, þar komi inn um fjórir milljarðar. Fjármagn til Landspítalans verður aðeins minnkað en það á alveg að duga til að standa við allar þær skuldbindingar sem hafa verið gerðar varðandi næsta ár,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar. Standa við allar skuldbindingar á nýja Landspítalanum Hann segir að með upptöku kílómetragjalds sé markmiðið að leiðrétta stöðu sem hefur myndast á síðustu árum. „Það sem ríkið hefur haft til ráðstöfunar til vegamálanna, það hlutfall af landsframleiðslu hefur minnkað mjög á undanförnum árum. Það hlutfall hefur farið niður 1,3 prósent af landsframleiðslu en var 1,7-2 prósent fyrir nokkrum árum. Kílómetragjaldið er hugsað til að fylla í þetta bil, svo við komumst á skrið með að laga vegina okkar.“ Það hefur lengi verið kvartað undan bágri fjárhagsstöðu spítalans og þörf á nýju húsnæði. Megum við alveg við þessu? „Þarna koma 2,5 milljarðar minna inn í þessa framkvæmd í gegn um fjárlög. Fjármagnið sem er til staðar nú þegar upp safnað og það fjármagn sem kemur í gegn um fjárlög á næsta ári duga fyrir því að takast á við allar þær skuldbindingar sem hafa verið gerðar vegna framkvæmdanna á næsta ári. Það er bara verið að stilla af kerfin.“ Halda áfram með verkefni síðustu framkvæmdaáætlunar Meirihluti fjárlaganefndar skilaði inn nefndaráliti í gærkvöldi, þar sem hann leggur til að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalsssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Auk þessa liggur fyrir breytingartillaga frá ríkisstjórninni sem ætlað er að gera Vegagerðinni kleift að semja um smíði Ölfusárbrúar. Óvissa hefur ríkt um samgönguáætlun allt þetta ár. „Við náðum ekki að klára samgönguáætlun og erum að bregðast við því, þannig að við gefum þau skilaboð frá okkur að það sé hægt að byggja á þeirri framkvæmdaáætlun sem var áætlunin 2020-2024, að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ segir Njáll Trausti og nefnir til viðbótar breikkun Reyjanesbrautar og Hornarfjarðarfljót. „Þá skapast í framhaldinu möguleikar á að fara í önnur verkefni þessar framkvæmdir fara frá.“ Hugmyndin með Ölfusárbrú sé að grípa til svokallaðra skuggagjalda til að fjármagna brúna, en það er aðferð sem hefur verið notuð í Færeyjum. „Það minnkar fjárhagslega áhættu þeirra sem eru að fjármagna svona samvinnuverkefni. Það er flókið að fara í gegn um í stuttu samtali en í fjárhagsáætlun er ákveðið eitthvað umferðarmagn og ef það næst ekki þá munu skuggagjöldin bæta upp í þá umferð sem reiknað er með. Þá ertu að fá lægri vexti inn í framkvæmdina.“ Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. 15. nóvember 2024 10:57 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. 14. nóvember 2024 17:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að áfram verði heimilt að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á húsnæðislán en það úrræði átti að afnema um áramótin. Þá hefur hann einnig lagt til frestun kílómetragjalds og að önnur gjöld verði hækkuð um 2,5 prósent í staðin. Frestun kílómetragjalds leiðir til nettólækkunar tekna ríkissjóðs um tæpa sjö milljarða, sem fjárlaganefnd þurfti að bregðast við. „Við leggjum þá til að farin sé hálf leið miðað við það sem ætlunin var með kílómetragjaldið varðandi kolefnisgjaldið, þar komi inn um fjórir milljarðar. Fjármagn til Landspítalans verður aðeins minnkað en það á alveg að duga til að standa við allar þær skuldbindingar sem hafa verið gerðar varðandi næsta ár,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar. Standa við allar skuldbindingar á nýja Landspítalanum Hann segir að með upptöku kílómetragjalds sé markmiðið að leiðrétta stöðu sem hefur myndast á síðustu árum. „Það sem ríkið hefur haft til ráðstöfunar til vegamálanna, það hlutfall af landsframleiðslu hefur minnkað mjög á undanförnum árum. Það hlutfall hefur farið niður 1,3 prósent af landsframleiðslu en var 1,7-2 prósent fyrir nokkrum árum. Kílómetragjaldið er hugsað til að fylla í þetta bil, svo við komumst á skrið með að laga vegina okkar.“ Það hefur lengi verið kvartað undan bágri fjárhagsstöðu spítalans og þörf á nýju húsnæði. Megum við alveg við þessu? „Þarna koma 2,5 milljarðar minna inn í þessa framkvæmd í gegn um fjárlög. Fjármagnið sem er til staðar nú þegar upp safnað og það fjármagn sem kemur í gegn um fjárlög á næsta ári duga fyrir því að takast á við allar þær skuldbindingar sem hafa verið gerðar vegna framkvæmdanna á næsta ári. Það er bara verið að stilla af kerfin.“ Halda áfram með verkefni síðustu framkvæmdaáætlunar Meirihluti fjárlaganefndar skilaði inn nefndaráliti í gærkvöldi, þar sem hann leggur til að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalsssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Auk þessa liggur fyrir breytingartillaga frá ríkisstjórninni sem ætlað er að gera Vegagerðinni kleift að semja um smíði Ölfusárbrúar. Óvissa hefur ríkt um samgönguáætlun allt þetta ár. „Við náðum ekki að klára samgönguáætlun og erum að bregðast við því, þannig að við gefum þau skilaboð frá okkur að það sé hægt að byggja á þeirri framkvæmdaáætlun sem var áætlunin 2020-2024, að halda áfram með þau verkefni sem hafa verið í gangi,“ segir Njáll Trausti og nefnir til viðbótar breikkun Reyjanesbrautar og Hornarfjarðarfljót. „Þá skapast í framhaldinu möguleikar á að fara í önnur verkefni þessar framkvæmdir fara frá.“ Hugmyndin með Ölfusárbrú sé að grípa til svokallaðra skuggagjalda til að fjármagna brúna, en það er aðferð sem hefur verið notuð í Færeyjum. „Það minnkar fjárhagslega áhættu þeirra sem eru að fjármagna svona samvinnuverkefni. Það er flókið að fara í gegn um í stuttu samtali en í fjárhagsáætlun er ákveðið eitthvað umferðarmagn og ef það næst ekki þá munu skuggagjöldin bæta upp í þá umferð sem reiknað er með. Þá ertu að fá lægri vexti inn í framkvæmdina.“
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. 15. nóvember 2024 10:57 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. 14. nóvember 2024 17:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. 15. nóvember 2024 10:57
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33
Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. 14. nóvember 2024 17:05