Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 16:15 Aron Einar Gunnarsson er meðal allra leikjahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi og getur jafnað Rúnar Kristinsson á morgun, með því að spila sinn 104. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið í dag, eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki. Getty/Will Palmer Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira