Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:15 Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum. Henni verður hins vegar tíðrætt um aðhald og ábyrgan rekstur. Í vikunni lagði hún fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028, fjárhagsáætlun sem aldrei var rædd eða borin undir minnihlutann í bæjarráði, sem þó á að bera ábyrgð á áætluninni. Vinnubrögðin eru slík að minnihlutaflokkarnir geta enga ábyrgð axlað á þeim fremur en fjölmörgu öðru undir hennar stjórn. Bæjarstjórinn tók við góðu búi við upphaf kjörtímabils. Skuldaviðmið bæjarins hafði t.d. lækkað úr 175% í 92% á árunum 2014-2022. Sá mikli árangur náðist fyrir samtakamátt allra flokka. Þvert á pólitískar línur urðu þeir sammála um góða stjórnarhætti, sameiginlega ábyrgð og eðlileg viðmið í rekstri bæjarins. Undir nýjum bæjarstjóra hækkar þetta skuldaviðmið hratt á ný. Það kostar 80 milljónir að fá 1,5 milljarð að láni í sex mánuði Veltufjárhlutfall (hlutfall skammtímaskulda og lausafjár) er áætlað 0,46 fyrir árið 2025 sem er langt fyrir neðan ásættanleg mörk og með því lægsta hjá sveitarfélögum. Á mannamáli þýðir þetta að skammtímaskuldir eru yfirleitt um helmingi hærri en lausafé. Undanfarna 12 mánuði hafa því verið tekin skammtímalán, 1,5 milljarður fyrir ári, 1 milljarður í febrúar, 1,5 milljarður í október og nú er upplýst að þörf sé á enn einu skammtímaláni í lok árs. Þar fyrir utan fengust 2,5 milljarðar í maí sl. með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki KOP 241. Sem dæmi þá kostar nýjasta lánið frá því í október, 1,5 milljarður til sex mánaða, bæjarsjóð um 80 milljónir. Bara í vexti á hálfu ári. 13 milljarðar teknir að láni með gjalddaga eftir fjögur ár Meirihluti Sjálfstæðiflokks og Framsóknar hyggst nú spenna bogann enn hærra með enn meiri lántöku. Áætlanir þeirra gera ráð fyrir því að á árunum 2025-2027 verði tekin ný lán upp á 13 milljarða. Erfitt er að sjá hver þróun afborgana lána verður til lengri tíma þar sem lánin verða með gjalddaga eftir árið 2028. Ekkert yfirlit liggur fyrir um stöðu og þróun afborgana lána og vaxtakostnaðar til lengri tíma, þ.e eftir 2028. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvert stefnir í samspili heildarfjárfestinga og afborgana lána og fjármagnskostnaðar annars vegar og markmiða um veltufé frá rekstri hins vegar. Ný stúka byggð þrátt fyrir mikla fjárfestingaþörf í grunnþjónustu Bærinn þarf að sinna skylduverkefnum sínum og í byggingu eru grunnskóli, leikskólar, sambýli o.fl. Undirbúningur flestra þessara verkefna hófst á síðustu kjörtímabilum. Viðhaldsþörf mannvirkja bæjarins er gríðarleg og hefur ekki verið sinnt vel. Það á bæði við um fasteignir bæjarins og innviði. Óvissa er líka um niðurstöðu í nýjum Vatnsendadómi, máli sem Kópavogsbær tapaði í héraði og gæti milljarða kostnaður hlotist af alveg eins og af mistökum við uppbyggingu nýs Kársnesskóla. Þótt fyrirsjáanlegt sé að langtímaskuldir muni hækka umtalsvert og þrátt fyrir viðvarandi erfiða lausafjárstöðu hyggst bæjarstjórinn byggja nýja stúku og íþróttamannvirki fyrir HK í Kórnum. Bæjarstjórinn áætlar að verja tveimur milljörðum til stúkunnar á næstu þremur árum en engar áætlanir liggja fyrir um hver heildarframkvæmdin eða heildarkostnaðurinn verður. Það er óþægilegt við meðferð málsins að bæjarstjóri fór þá fyrst í leyfi frá störfum sínum í aðalstjórn HK þegar hún hellti sér út í kosningabaráttu. Þegar fjárhagsáætlun var lögð fram í bæjarstjórn í vikunni lagði minnihlutinn til að byggingu HK stúkunnar yrði frestað. Það er ótækt að kasta sér til sunds í svona stóru verkefni án þess að reikna það, teikna, kostnaðarmeta og áfangaskipta. Það þarf líka að vita hver rekstrarkostnaður bæjarins verður til framtíðar af þessum nýju mannvirkjum. Þá fyrst er hægt að taka upplýsta ákvörðun. Milljónirnar 800 sem verja á til þessa á næsta ári má svo sannarlega nýta í mikilvæg skylduverkefni, og jafnvel mætti hugsa sér að hafa lántökurnar ekki alveg jafnmiklar. Því miður má búast við því að eins og öllum öðrum tillögum okkar í minnihlutanum verði þessari svarað með skætingi. Það er ekkert aðhald í rekstri bæjarins þótt bæjarstjórinn haldi því fram. Rekstrargjöld og annar rekstrarkostnaður höfðu hækkað talsvert umfram verðlagsþróun síðast þegar að var gáð og aðhaldskröfur er ekki að finna í nýrri fjárhagsáætlun. Ég veit að bæjarstjóri sýnir í glærusýningum sínum ekki þá mynd sem hér er dregin upp. Þetta eru samt mikilvægar staðreyndir og mitt framlag til að upplýsa bæjarbúa um gegndarlausan yfirdráttarrekstur bæjarins enda eru það þeir sem greiða fjármagnskostnaðinn. Þessar upplýsingar fær fólk ekki frá meirihlutanum og samstarfsflokkurinn veitir bæjarstjóra ekki minnsta aðhald heldur fylgir henni í blindni. Þeirra ábyrgð er mikil. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Viðreisn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum. Henni verður hins vegar tíðrætt um aðhald og ábyrgan rekstur. Í vikunni lagði hún fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028, fjárhagsáætlun sem aldrei var rædd eða borin undir minnihlutann í bæjarráði, sem þó á að bera ábyrgð á áætluninni. Vinnubrögðin eru slík að minnihlutaflokkarnir geta enga ábyrgð axlað á þeim fremur en fjölmörgu öðru undir hennar stjórn. Bæjarstjórinn tók við góðu búi við upphaf kjörtímabils. Skuldaviðmið bæjarins hafði t.d. lækkað úr 175% í 92% á árunum 2014-2022. Sá mikli árangur náðist fyrir samtakamátt allra flokka. Þvert á pólitískar línur urðu þeir sammála um góða stjórnarhætti, sameiginlega ábyrgð og eðlileg viðmið í rekstri bæjarins. Undir nýjum bæjarstjóra hækkar þetta skuldaviðmið hratt á ný. Það kostar 80 milljónir að fá 1,5 milljarð að láni í sex mánuði Veltufjárhlutfall (hlutfall skammtímaskulda og lausafjár) er áætlað 0,46 fyrir árið 2025 sem er langt fyrir neðan ásættanleg mörk og með því lægsta hjá sveitarfélögum. Á mannamáli þýðir þetta að skammtímaskuldir eru yfirleitt um helmingi hærri en lausafé. Undanfarna 12 mánuði hafa því verið tekin skammtímalán, 1,5 milljarður fyrir ári, 1 milljarður í febrúar, 1,5 milljarður í október og nú er upplýst að þörf sé á enn einu skammtímaláni í lok árs. Þar fyrir utan fengust 2,5 milljarðar í maí sl. með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki KOP 241. Sem dæmi þá kostar nýjasta lánið frá því í október, 1,5 milljarður til sex mánaða, bæjarsjóð um 80 milljónir. Bara í vexti á hálfu ári. 13 milljarðar teknir að láni með gjalddaga eftir fjögur ár Meirihluti Sjálfstæðiflokks og Framsóknar hyggst nú spenna bogann enn hærra með enn meiri lántöku. Áætlanir þeirra gera ráð fyrir því að á árunum 2025-2027 verði tekin ný lán upp á 13 milljarða. Erfitt er að sjá hver þróun afborgana lána verður til lengri tíma þar sem lánin verða með gjalddaga eftir árið 2028. Ekkert yfirlit liggur fyrir um stöðu og þróun afborgana lána og vaxtakostnaðar til lengri tíma, þ.e eftir 2028. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvert stefnir í samspili heildarfjárfestinga og afborgana lána og fjármagnskostnaðar annars vegar og markmiða um veltufé frá rekstri hins vegar. Ný stúka byggð þrátt fyrir mikla fjárfestingaþörf í grunnþjónustu Bærinn þarf að sinna skylduverkefnum sínum og í byggingu eru grunnskóli, leikskólar, sambýli o.fl. Undirbúningur flestra þessara verkefna hófst á síðustu kjörtímabilum. Viðhaldsþörf mannvirkja bæjarins er gríðarleg og hefur ekki verið sinnt vel. Það á bæði við um fasteignir bæjarins og innviði. Óvissa er líka um niðurstöðu í nýjum Vatnsendadómi, máli sem Kópavogsbær tapaði í héraði og gæti milljarða kostnaður hlotist af alveg eins og af mistökum við uppbyggingu nýs Kársnesskóla. Þótt fyrirsjáanlegt sé að langtímaskuldir muni hækka umtalsvert og þrátt fyrir viðvarandi erfiða lausafjárstöðu hyggst bæjarstjórinn byggja nýja stúku og íþróttamannvirki fyrir HK í Kórnum. Bæjarstjórinn áætlar að verja tveimur milljörðum til stúkunnar á næstu þremur árum en engar áætlanir liggja fyrir um hver heildarframkvæmdin eða heildarkostnaðurinn verður. Það er óþægilegt við meðferð málsins að bæjarstjóri fór þá fyrst í leyfi frá störfum sínum í aðalstjórn HK þegar hún hellti sér út í kosningabaráttu. Þegar fjárhagsáætlun var lögð fram í bæjarstjórn í vikunni lagði minnihlutinn til að byggingu HK stúkunnar yrði frestað. Það er ótækt að kasta sér til sunds í svona stóru verkefni án þess að reikna það, teikna, kostnaðarmeta og áfangaskipta. Það þarf líka að vita hver rekstrarkostnaður bæjarins verður til framtíðar af þessum nýju mannvirkjum. Þá fyrst er hægt að taka upplýsta ákvörðun. Milljónirnar 800 sem verja á til þessa á næsta ári má svo sannarlega nýta í mikilvæg skylduverkefni, og jafnvel mætti hugsa sér að hafa lántökurnar ekki alveg jafnmiklar. Því miður má búast við því að eins og öllum öðrum tillögum okkar í minnihlutanum verði þessari svarað með skætingi. Það er ekkert aðhald í rekstri bæjarins þótt bæjarstjórinn haldi því fram. Rekstrargjöld og annar rekstrarkostnaður höfðu hækkað talsvert umfram verðlagsþróun síðast þegar að var gáð og aðhaldskröfur er ekki að finna í nýrri fjárhagsáætlun. Ég veit að bæjarstjóri sýnir í glærusýningum sínum ekki þá mynd sem hér er dregin upp. Þetta eru samt mikilvægar staðreyndir og mitt framlag til að upplýsa bæjarbúa um gegndarlausan yfirdráttarrekstur bæjarins enda eru það þeir sem greiða fjármagnskostnaðinn. Þessar upplýsingar fær fólk ekki frá meirihlutanum og samstarfsflokkurinn veitir bæjarstjóra ekki minnsta aðhald heldur fylgir henni í blindni. Þeirra ábyrgð er mikil. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun