Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2024 10:41 Glæný stúka, sem opnuð var í ágúst, er á Gradski-vellinum í Niksic. Þar fer leikur Svartfjallalands og Íslands fram í dag. Mynd/KSÍ Búist er við fjögur þúsund áhorfendum á Gradski-vellinum í Niksic í Svartfjallalandi er Ísland sækir Svartfellinga heim í Þjóðadeild karla í fótbolta klukkan 17:00. Íslenskir fjölmiðlamenn verða að líkindum fleiri en stuðningsmenn. Aðalvöllur Svartfellinga í höfuðborginni Podgorica er ekki leikhæfur og neyddi Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, þá svartfellsku til að færa leikinn. Hann fer því fram í Niksic sem er í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni þar sem íslenska liðið gistir. Völlurinn tekur rúmlega fimm þúsund áhorfendur í sæti og glæný stúka er við völlinn sem var opnuð í ágúst á þessu ári. Ekki er uppselt á leikinn en gera má ráð fyrir fjögur þúsund manns á leiknum. Íslenskir stuðningsmenn verða að líkindum teljandi á fingrum annarrar handar. Fjölmiðlamenn héðan verða að líkindum fleiri. Gummi Ben, Kjartan Henry Finnbogason og Aron Guðmundsson verða á vellinum auk Ívars Fannars Arnarssonar tökumanns fyrir hönd Stöð 2 Sport. Alls verða 27 fjölmiðlamenn á leiknum en auk fjórmenninganna sem nefndir eru að ofan verða tveir fulltrúar Fótbolti.net á svæðinu og einn frá Morgunblaðinu. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukan 16:30. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. 16. nóvember 2024 10:17 Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. 16. nóvember 2024 09:31 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Aðalvöllur Svartfellinga í höfuðborginni Podgorica er ekki leikhæfur og neyddi Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, þá svartfellsku til að færa leikinn. Hann fer því fram í Niksic sem er í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni þar sem íslenska liðið gistir. Völlurinn tekur rúmlega fimm þúsund áhorfendur í sæti og glæný stúka er við völlinn sem var opnuð í ágúst á þessu ári. Ekki er uppselt á leikinn en gera má ráð fyrir fjögur þúsund manns á leiknum. Íslenskir stuðningsmenn verða að líkindum teljandi á fingrum annarrar handar. Fjölmiðlamenn héðan verða að líkindum fleiri. Gummi Ben, Kjartan Henry Finnbogason og Aron Guðmundsson verða á vellinum auk Ívars Fannars Arnarssonar tökumanns fyrir hönd Stöð 2 Sport. Alls verða 27 fjölmiðlamenn á leiknum en auk fjórmenninganna sem nefndir eru að ofan verða tveir fulltrúar Fótbolti.net á svæðinu og einn frá Morgunblaðinu. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukan 16:30.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. 16. nóvember 2024 10:17 Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. 16. nóvember 2024 09:31 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. 16. nóvember 2024 10:17
Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. 16. nóvember 2024 09:31
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18