„Spila oftast best þegar ég er reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:28 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísak Bergmann Jóhannesson átti góða innkomu í leik Íslands og Svartfjallalands í dag. Hann kom með kraft inn á miðjuna og innsiglaði sigur Íslands með marki undir lokin. „Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
„Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira