„Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2024 19:44 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. EPA-EFE/STRINGER Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. „Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira
„Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sjá meira