Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:53 Einu viðmæli föður Ara við fréttunum voru að hann yrði nú að fara að vanda málfarið. Vísir Ari Eldjárn, grínisti með meiru, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru í Eddu í dag, á degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók við verðlaununum sagðist hann hafa upplifað svokallað loddaraheilkenni. „Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins. Íslensk tunga Menning Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
„Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Íslensk tunga Menning Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira