Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg. Við getum verið stolt af því starfi sem íþróttahreyfingin á Íslandi sinnir og vinnur. Framsókn leggur áherslu á fjölbreytt og faglegt íþróttastarf. Þannig hefur Framsókn stutt við ÍSÍ m.a. með ráðningu Vésteins Hafsteinssonar og innkomu svæðisfulltrúa ÍSÍ sem eiga að styðja við íþróttastarfið á öllu landinu. Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu mikið það kostar að stunda íþróttir á Íslandi. Fyrir utan hið augljósa sem eru æfingagjöld og búnaðarkaup þá eru ferðalög liða og félaga á landsbyggðinni farin að taka verulegan toll af fjárhagi heimilina. Dæmi eru um að foreldrar með þrjú börn að stunda íþróttir á landsbyggðinni þurfi að reiða fram um 800.000 kr. í ferðakostnað á ári fyrir börnin sín, ofan á áðurnefnd æfingagjöld og búnaðarkaup. Íþróttastarf á að vera fyrir alla. Það eiga allir að geta stundað sína íþrótt óháð efnahagsstöðu foreldra. Og óháð búsetu! Þarna vill Framsókn stíga fast til jarðar með auknum framlögum í ferðajöfnunarsjóð ÍSÍ og með víðtækari nýtingu Loftbrúar. Einnig er vert að skoða hugmyndir um ívilnanir til fyrirtækja sem sjá um að keyra íþróttalið víðsvegar um landið. Auk þess er mikilvægt að skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu. Með fjárfestingu í íþróttum er verið að styðja við forvarnarstarf! Við ölum upp heilbrigðari einstaklinga og styrkjum samfélagið okkar til lengri tíma. Það er dýrt að vera ekki með öflugt íþróttastarf. Það mun kalla á aukin fjárframlög annarstaðar í kerfinu okkar. Fjárfesting í íþróttum er fjárfesting í framtíðinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Íþróttir barna Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg. Við getum verið stolt af því starfi sem íþróttahreyfingin á Íslandi sinnir og vinnur. Framsókn leggur áherslu á fjölbreytt og faglegt íþróttastarf. Þannig hefur Framsókn stutt við ÍSÍ m.a. með ráðningu Vésteins Hafsteinssonar og innkomu svæðisfulltrúa ÍSÍ sem eiga að styðja við íþróttastarfið á öllu landinu. Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu mikið það kostar að stunda íþróttir á Íslandi. Fyrir utan hið augljósa sem eru æfingagjöld og búnaðarkaup þá eru ferðalög liða og félaga á landsbyggðinni farin að taka verulegan toll af fjárhagi heimilina. Dæmi eru um að foreldrar með þrjú börn að stunda íþróttir á landsbyggðinni þurfi að reiða fram um 800.000 kr. í ferðakostnað á ári fyrir börnin sín, ofan á áðurnefnd æfingagjöld og búnaðarkaup. Íþróttastarf á að vera fyrir alla. Það eiga allir að geta stundað sína íþrótt óháð efnahagsstöðu foreldra. Og óháð búsetu! Þarna vill Framsókn stíga fast til jarðar með auknum framlögum í ferðajöfnunarsjóð ÍSÍ og með víðtækari nýtingu Loftbrúar. Einnig er vert að skoða hugmyndir um ívilnanir til fyrirtækja sem sjá um að keyra íþróttalið víðsvegar um landið. Auk þess er mikilvægt að skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu. Með fjárfestingu í íþróttum er verið að styðja við forvarnarstarf! Við ölum upp heilbrigðari einstaklinga og styrkjum samfélagið okkar til lengri tíma. Það er dýrt að vera ekki með öflugt íþróttastarf. Það mun kalla á aukin fjárframlög annarstaðar í kerfinu okkar. Fjárfesting í íþróttum er fjárfesting í framtíðinni. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun