Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 14:32 Síðast fóru fram forsetakosningar á Íslandi fyrr á þessu ári, en nú er komið að alþingiskosningum. Vísir/Anton Brink Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. „Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira