Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Forsvarsmenn Samkaupa segja um einstakt dæmi að ræða. Vísir/Vilhelm Óheppinn viðskiptavinur Nettós var rukkaður um 542 þúsund krónur fyrir 380 grömm af hreindýrakjöti á sjálfsafgreiðslukassa. Að sögn forsvarsmanna Nettó má rekja þetta til þess að rétt strikamerki hafi dottið af vörunni og erlent strikamerki skannað þess í stað. „Ég ætlaði bara að greiða, rak svo augun í töluna, ég var ekki alveg með þessa hálfu milljón inni á kortinu,“ segir Gunnar Georgsson hlæjandi í samtali við Vísi en hann var staddur á sjálfsafgreiðslukassa í Nettó í Mjódd þegar atvikið átti sér stað. Hann vakti athygli á mistökunum með mynd á Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. „Þannig ég kallaði bara í starfsmann og sagði honum að ég ætti tæplega efni á þessu. Hann var auðvitað bara starfsmaður á plani og gat ekki útskýrt hvað hefði gerst,“ segir Gunnar. Hann segir í færslu sinni að honum hafi einfaldlega þótt þetta of fyndið til að deila þessu ekki og fundist rétt að minna fólk á að kíkja á upphæðina áður en kortinu er hent upp að posanum. Viðskiptavinurinn var fljótur að vekja athygli starfsmanns á ruglingnum. Engir viðskiptavinir ofrukkaðir fyrir hreindýrið „Það sem gerðist í þessu tilfelli er að strikamerkið frá innlendum birgja hefur dottið af vörunni og það skannast þarna rangt erlent strikamerki,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar-og mannauðssviðs hjá Samkaupum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir strikamerkið hafa verið með ranga talnarunu fyrir kerfi Nettó og með forskráða þyngd upp á 0,378 kíló en í erlendu rununni er tölustafurinn 9 á röngum stað og því kemur að sögn Gunnu upp 90 og svo 378 grömm. „Það ætti því ekki neinn að hafa slegið neitt vitlaust inn, hvorki starfsmaður né viðskiptavinur, og vogirnar okkar eru löggildar og eiga að vigta allt rétt. En þarna eru mistökin að strikamerkið sem límt hefur verið á vöruna af okkar birgja hefur fallið af og hefði í raun átt að koma villa á kassann en hann las þetta bara sem ranga þyngd í staðin. Við höfum komið í veg fyrir að þetta geti átt sér stað aftur í okkar tölvukerfum.“ Gunnur tekur fram að miðað við birgjastöðu verslana þá hafi varan ekki farið rangt í gegnum kerfið hjá Nettó. Enginn viðskiptavinur hafi þannig verið ofrukkaður fyrir vöruna, sem sagt hreindýra innlæri. Um sé að ræða algjört einsdæmi og hafa engar frekari ábendingar um sambærileg mál borist. Verslun Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
„Ég ætlaði bara að greiða, rak svo augun í töluna, ég var ekki alveg með þessa hálfu milljón inni á kortinu,“ segir Gunnar Georgsson hlæjandi í samtali við Vísi en hann var staddur á sjálfsafgreiðslukassa í Nettó í Mjódd þegar atvikið átti sér stað. Hann vakti athygli á mistökunum með mynd á Facebook hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. „Þannig ég kallaði bara í starfsmann og sagði honum að ég ætti tæplega efni á þessu. Hann var auðvitað bara starfsmaður á plani og gat ekki útskýrt hvað hefði gerst,“ segir Gunnar. Hann segir í færslu sinni að honum hafi einfaldlega þótt þetta of fyndið til að deila þessu ekki og fundist rétt að minna fólk á að kíkja á upphæðina áður en kortinu er hent upp að posanum. Viðskiptavinurinn var fljótur að vekja athygli starfsmanns á ruglingnum. Engir viðskiptavinir ofrukkaðir fyrir hreindýrið „Það sem gerðist í þessu tilfelli er að strikamerkið frá innlendum birgja hefur dottið af vörunni og það skannast þarna rangt erlent strikamerki,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar-og mannauðssviðs hjá Samkaupum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir strikamerkið hafa verið með ranga talnarunu fyrir kerfi Nettó og með forskráða þyngd upp á 0,378 kíló en í erlendu rununni er tölustafurinn 9 á röngum stað og því kemur að sögn Gunnu upp 90 og svo 378 grömm. „Það ætti því ekki neinn að hafa slegið neitt vitlaust inn, hvorki starfsmaður né viðskiptavinur, og vogirnar okkar eru löggildar og eiga að vigta allt rétt. En þarna eru mistökin að strikamerkið sem límt hefur verið á vöruna af okkar birgja hefur fallið af og hefði í raun átt að koma villa á kassann en hann las þetta bara sem ranga þyngd í staðin. Við höfum komið í veg fyrir að þetta geti átt sér stað aftur í okkar tölvukerfum.“ Gunnur tekur fram að miðað við birgjastöðu verslana þá hafi varan ekki farið rangt í gegnum kerfið hjá Nettó. Enginn viðskiptavinur hafi þannig verið ofrukkaður fyrir vöruna, sem sagt hreindýra innlæri. Um sé að ræða algjört einsdæmi og hafa engar frekari ábendingar um sambærileg mál borist.
Verslun Verðlag Neytendur Matvöruverslun Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent