Fótbolti

Kane í við­tali við nýju styttuna af honum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Kane á æfingu með enska landsliðinu. 
Harry Kane á æfingu með enska landsliðinu.  Vísir/ Getty Images/Alex Livesey

Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu segir að HM 2026 þurfi ekki endilega að vera hans síðasta stórmót í fótbolta.

Þessi 31 árs framherji Bayern Munchen hefur nú skorað 69 mörk fyrir England en hann gerði eitt fyrir þjóð sína í 5-0 sigri gegn Írum í gær. Kane hefur spilað 103 landsleiki.

„Ég held að það verði ekki mitt síðasta stórmót,“ segir Kane í viðtali við BBC um það hvort HM 2026 verði hans síðasta. Mótið fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, og Mexíkó.

„Sumir telja að landsliðsferillinn sé á enda þegar maður er kominn yfir þrítugt en á meðan ég er að spila í hæsta gæðaflokki enn þá og mér líður enn þá vel þá er enginn ástæða að hætta. Ég kann samt sem áður ekki vel við það að horfa svona langt fram í tímann en ég veit að HM verður frábært eftir tvö ár.“

Kane ræddi við blaðamann BBC þegar stytta af honum var afhjúpuð við Peter May íþróttamiðstöðina í austur Lundúnum. Hann byrjaði sinn knattspyrnuferil þar fimm ára.

„Þetta er frekar sérstakt augnablik fyrir mig. Ég spilaði fótbolta hér sem barn, barn með drauma um að leika fyrir landsliðið. Og ég hef verið svo heppinn að fá að gera það.“

Hér má sjá viðtalið við Harry Kane.

Kane styttan tekur sig vel út við hliðin á kappanum.Skjáskot/BBC




Fleiri fréttir

Sjá meira


×