Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 10:30 Andri Lucas Guðjohnsen og Logi Tómasson verða á heimavelli í einhverju allt öðru landi en Íslandi í lok mars. vísir/Hulda Margrét Vegna vallarmála á Íslandi neyðist íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn til þess að spila heimaleik erlendis, í lok mars á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Eysteins Péturs Lárussonar, framkvæmdastjóra KSÍ, við fyrirspurn Vísis. Eftir sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni á laugardaginn varð endanlega ljóst að strákarnir okkar myndu spila í tveggja leikja umspili í lok mars. Leikurinn við Wales í kvöld ræður því hvort umspilið verður við lið úr A-deild, um að komast þangað, eða við lið úr C-deild, um að forðast fall þangað. Hvort sem umspilið verður við lið úr A- eða C-deild þá mun Ísland spila tvo leiki, á heima- og útivelli. Vegna þeirra krafna sem UEFA gerir í umspili í Þjóðadeild karla kemur ekki til greina að heimaleikur Íslands verði á öðrum leikvangi en Laugardalsvelli hér á landi, samkvæmt svari KSÍ, og ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli vegna þeirra miklu framkvæmda sem þar eru í gangi og á að ljúka næsta sumar. Kanna valkosti erlendis Mögulegir mótherjar Íslands í A-umspili eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Tapi Ísland í kvöld eða gera jafntefli við Wales fer liðið í umspil við eitthvert þessara liða úr C-deild: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. En hvort sem Ísland glímir við Kevin De Bruyne, Scott McTominay eða Milan Skriniar þá verður heimaleikur íslenska liðsins í mars í einhverju öðru landi en Íslandi. „Það er ljóst að ekki verður hægt að leika á Íslandi þannig að við erum að skoða möguleika erlendis. Ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá en vonandi kemur það í ljós fljótlega hver lendingin verður í því,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Stelpurnar stefna aftur á Kópavogsvöll Að sama skapi er óljóst hvar kvennalandslið Íslands spilar sína heimaleiki í Þjóðadeildinni í apríl á næsta ári, í aðdraganda EM í Sviss. Ljóst er að stelpurnar okkar munu ekki geta spilað á Laugardalsvelli en kröfur UEFA til leikvalla eru hins vegar lægri hjá konunum. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, vonast því til þess að leikirnir við Noreg og Sviss í apríl fara fram á Kópavogsvelli, þar sem liðið hefur áður spilað heimaleiki, eins og hann sagði í viðtali við Vísi fyrir helgi.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira