Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:50 Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað til að halda utan um fasteignir í Grindavík á meðan jarðhræringar gera íbúum ókleift að búa í þeim. Vísir/Vilhelm Þeir sem selt hafa hús sín í Grindavík til Þórkötlu geta frá og með deginum í dag gert samning um afnot af húsinu, gegn greiðslu. Um er að ræða svokallaðan hollvinasamning sem byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík og snýr að umhirðu, viðhaldi og eftirliti með húsunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána. Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu en með því að gera slíkan samning geta hollvinir húsanna meðal annars geymt eigur sínar í húsunum gegn því að greiða af þeim hita og rafmagn, en ekki er þó heimilt að halda til í húsunum næturlangt. Kostnaður felst annars vegar í mánaðarlegum greiðslum hita og rafmagns og hins vegar í einskiptis greiðslu upp á 30.000 krónur í umsýslugjald vegna hollvinasamningsins. Fram kemur einnig í tilkynningunni að það sé forsenda fyrir gerð hollvinasamnings að öruggt sé talið að vera í umræddri eign og á lóðinni í kring. Ríflega 900 eignir verið keyptar „Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt að gista eða dvelja í fasteigninni næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu,“ segir í tilkynningunni. Fasteignafélagið Þórkatla hefur samþykkt 914 umsóknir um kaup á íbúðarhúsi í Grindavík af þeim 952 sem borist hafa. Gengið hefur verið frá 907 kaupsamningum en kostnaður vegna kaupanna nemur alls 69,5 milljörðum. Alls hafa 823 eignir til þessa verið afhentar Þórkötlu og 785 afsöl hafa verið undirrituð. Fjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík nemur 48,3 milljörðum vegna kaupsamnings- og afsalsgreiðslna og 21,2 milljörðum vegna yfirtöku húsnæðislána.
Grindavík Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira