Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:07 Þingmenn Pírata vörðu mestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu, en þingmenn stjórnarflokkanna vörðu að jafnaði minni tíma í pontu en þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir Þingmenn Pírata vörðu langmestum tíma í pontu Alþingis á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Þingmenn Framsóknarflokksins vörðu hins vegar minnstum tíma í ræðustól Alþingis að meðaltali. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er málglaðasti þingmaðurinn á Alþingi, ef tekið er mið af þeim tíma sem hann varði í pontu Alþingis á kjörtímabilinu. Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst. Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Samanlagður ræðutími Björns Levís á kjörtímabilinu frá 2021 til 2024 var rúmar 84 klukkustundir eða sem jafngildir þremur sólarhringum, tólf klukkustundum og 22 mínútum. Næstur í röðinni var flokkbróðir hans Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í tæpar 72 klukkustundir. Botnsætið vermir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem samtals talaði í rétt um sex klukkustundir á kjörtímabilinu, ef frá er talin Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður VG sem tók sæti á þingi í stað Katrínar Jakobsdóttur þegar hún hætti fyrr á þessu ári. Eva Dögg hafði þó áður komið inn sem varaþingmaður í nokkur skipti á kjörtímabilinu og hefur samtals staðið í rétt rúmar tvær klukkustundir í ræðustól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar verma öll sæti á topp tíu listanum yfir lengsta samanlagða ræðutímann en stjórnarþingmenn taka hins vegar níu af tíu sætum á botninum. Tíu afkastamestu ræðumennirnir á Alþingi á kjörtímabilinu Björn Leví Gunnarsson, Píratar: 84 klst. og 22 mínútur Gísli Rafn Ólafsson, Píratar: 71 klst. og 39 mínútur Eyjólfur Ármannsson, Flokkur fólksins: 69 klst. og 25 mínútur Andrés Ingi Jónsson, Píratar: 65 klst. og 36 mínútur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Píratar: 58 klst. og 43 mínútur Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins: 53 klst. og 41 mínúta Inga Sæland, Flokkur fólksins: 48 klst. og 53 mínútur Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingin: 42 klst. og 43 mínútur Bergþór Ólason, Miðflokkur: 42 klst. og 2 mínútur Guðbrandur Einarsson, Viðreisn: 39 klst. og 18 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Þessir þingmenn vörðu minnstum tíma í pontu á kjörtímabilinu Eva Dögg Davíðsdóttir, VG: 2 klst. og 7 mínútur Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur: 5 klst. og 59 mínútur Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Framsóknarflokkur: 6 klst. og 0 mínútur Tómas A. Tómasson, Flokkur fólksins: 6 klst. og 41 mínúta Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 6 klst. og 58 mínútur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokkur: 8 klst. og 3 mínútur Bjarni Jónsson, VG/utan flokka: 8 klst. og 23 mínútur Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 39 mínútur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 53 mínútur Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkur: 8 klst. og 54 mínútur *Ræðutíminn er námundaður að næstu heilu mínútu. Meðalræðutími þingmanna eftir þingflokkum Píratar: 59,7 klst. Miðflokkurinn: 36,4 klst. Flokkur fólksins: 36,3 klst. Viðreisn: 31,8 klst. Samfylkingin: 23,9 klst. Vinstri græn: 15,4 klst. Sjálfstæðisflokkurinn: 15,0 klst. Framsóknarflokkurinn: 13, 9 klst.
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira