Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. nóvember 2024 21:44 Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. HR Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til áskilnaðar stjórnarskrárinnar um þrjár umræður á þingi. Samkeppniseftirlitið hefur nú ritað kjötafurðarstöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dómsins þar sem þeim er skipað að stöðva þegar í stað allar aðgerðir sem farið geta gegn samkeppnislögum enda undanþáguheimild frá samkeppniseftirliti í títtnefndum búvörulögum úr sögunni. Reyni mögulega á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að ef kjötafurðarstöðvarnar neyðast til að víkja frá samningum eða löggerningum sem þau gerðu í kjölfar þess að búvörulögin voru samþykkt gæti það skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Þá sé það skilyrði að kjötafurðarstöðvarnar hafi gert samninga í góðri trú og að skilyrði sakarreglu bótaréttar sé uppfyllt. „Það gæti alveg verið að ef einhver endar á því að hafa orðið fyrir tjóni að þá getur ríkið verið skaðabótaskylt. Það þyrfti að sýna fram á tjón, saknæmi, ólögmæta háttsemi og orsakatengsl. Tjónið og síðan þarf að sýna fram á að þetta hafi verið saknæm háttsemi, og þá mun mögulega reyna á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú þegar þau samþykktu lögin. Þau voru kannski ekki alveg klár á því að dómstólar myndu draga línuna þarna.“ Hafsteinn telur það líklegt að kjötafurðarstöðvarnar muni höfða mál til að láta reyna á sína stöðu gagnvart ríkinu í þessu máli. Einstakur dómur sem er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi Hafsteinn tekur fram að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sé í raun einstakur. „Það hefur ekki reynt á þetta álitefni áður fyrir íslenskum dómstólum að því sem mér er kunnugt. Það eru til tveir dómar sem fjalla um svona formleg mistök, það er að segja að textinn skolaðist til þegar hann fór á milli deilda og milli umferða í Alþingi og þess vegna var þetta ekki að uppfylla stjórnarskrárákvæðið. Í þessu tilfelli er gerð formleg breytingartillaga en niðurstaðan er sú að hún gengur að efni til of langt,“ Hann tekur fram að það dugi ekki til að sama skjalið sé rætt við þrár umferð heldur þurfa skjölin að vera efnislega sambærileg. „Mat dómarans í þessu tilviki er að það hafi verið gengið of langt. Þetta hafi gjörbreytt frumvarpinu. Þetta er bæði í fyrsta skipti sem svona mál kemur fyrir dómstóla og í fyrsta skipti sem komist er að niðurstöðu að þetta brjóti í bága við stjórnarskránna.“ Hafsteinn segir því ljóst að um nýtt fordæmi í íslenskri réttarskipan sé að ræða. „Ég held að þetta fari beint inn í kennslu í stjórnskipunarrétti og mögulega almennri lögfræði eða aðferðarfræði.“ Málið matskennt og gæti verið snúið við Hafsteinn segir það undir Samkeppniseftirlitinu komið hvort málið fari fyrir æðra dómstig og tekur fram að málið sé matskennt. Það fari eftir því hvort Landsréttur eða Hæstiréttur beiti vægu eða ströngu mati hvort dómurinn verði staðfestur eða ekki. „Þetta mun velta á því hve strangir aðrir dómstólar munu vera við mat á þessu ákvæði. Þetta er þannig mál að þetta gæti farið beint til Hæstaréttar ef það væri sótt um þannig áfrýjunarleyfi, því hér reynir í rauninni bara á lagatúlkun og þetta er fordæmisgefandi.“ „Mér sjálfum finnst sennilegt að þetta muni með einum eða öðrum hætti enda fyrir æðri dómi og það á bara eftir að koma í ljós hvernig þeir meta þetta. Eitthvað segir mér að þessi saga sé ekki öll sögð núna.“ Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til áskilnaðar stjórnarskrárinnar um þrjár umræður á þingi. Samkeppniseftirlitið hefur nú ritað kjötafurðarstöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dómsins þar sem þeim er skipað að stöðva þegar í stað allar aðgerðir sem farið geta gegn samkeppnislögum enda undanþáguheimild frá samkeppniseftirliti í títtnefndum búvörulögum úr sögunni. Reyni mögulega á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að ef kjötafurðarstöðvarnar neyðast til að víkja frá samningum eða löggerningum sem þau gerðu í kjölfar þess að búvörulögin voru samþykkt gæti það skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Þá sé það skilyrði að kjötafurðarstöðvarnar hafi gert samninga í góðri trú og að skilyrði sakarreglu bótaréttar sé uppfyllt. „Það gæti alveg verið að ef einhver endar á því að hafa orðið fyrir tjóni að þá getur ríkið verið skaðabótaskylt. Það þyrfti að sýna fram á tjón, saknæmi, ólögmæta háttsemi og orsakatengsl. Tjónið og síðan þarf að sýna fram á að þetta hafi verið saknæm háttsemi, og þá mun mögulega reyna á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú þegar þau samþykktu lögin. Þau voru kannski ekki alveg klár á því að dómstólar myndu draga línuna þarna.“ Hafsteinn telur það líklegt að kjötafurðarstöðvarnar muni höfða mál til að láta reyna á sína stöðu gagnvart ríkinu í þessu máli. Einstakur dómur sem er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi Hafsteinn tekur fram að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sé í raun einstakur. „Það hefur ekki reynt á þetta álitefni áður fyrir íslenskum dómstólum að því sem mér er kunnugt. Það eru til tveir dómar sem fjalla um svona formleg mistök, það er að segja að textinn skolaðist til þegar hann fór á milli deilda og milli umferða í Alþingi og þess vegna var þetta ekki að uppfylla stjórnarskrárákvæðið. Í þessu tilfelli er gerð formleg breytingartillaga en niðurstaðan er sú að hún gengur að efni til of langt,“ Hann tekur fram að það dugi ekki til að sama skjalið sé rætt við þrár umferð heldur þurfa skjölin að vera efnislega sambærileg. „Mat dómarans í þessu tilviki er að það hafi verið gengið of langt. Þetta hafi gjörbreytt frumvarpinu. Þetta er bæði í fyrsta skipti sem svona mál kemur fyrir dómstóla og í fyrsta skipti sem komist er að niðurstöðu að þetta brjóti í bága við stjórnarskránna.“ Hafsteinn segir því ljóst að um nýtt fordæmi í íslenskri réttarskipan sé að ræða. „Ég held að þetta fari beint inn í kennslu í stjórnskipunarrétti og mögulega almennri lögfræði eða aðferðarfræði.“ Málið matskennt og gæti verið snúið við Hafsteinn segir það undir Samkeppniseftirlitinu komið hvort málið fari fyrir æðra dómstig og tekur fram að málið sé matskennt. Það fari eftir því hvort Landsréttur eða Hæstiréttur beiti vægu eða ströngu mati hvort dómurinn verði staðfestur eða ekki. „Þetta mun velta á því hve strangir aðrir dómstólar munu vera við mat á þessu ákvæði. Þetta er þannig mál að þetta gæti farið beint til Hæstaréttar ef það væri sótt um þannig áfrýjunarleyfi, því hér reynir í rauninni bara á lagatúlkun og þetta er fordæmisgefandi.“ „Mér sjálfum finnst sennilegt að þetta muni með einum eða öðrum hætti enda fyrir æðri dómi og það á bara eftir að koma í ljós hvernig þeir meta þetta. Eitthvað segir mér að þessi saga sé ekki öll sögð núna.“
Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira