Dómarinn fluttur í burtu á börum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Mitch Dunning lá sárþjáður á eftir á ísnum í leik Colorado Avalanche og Philadelphia Flyers. Getty/Gregory Fisher Dómari í bandaríska íshokkíinu slasaðist illa í leik í NHL-deildinni í vikunni. Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024 Íshokkí Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024
Íshokkí Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira