Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:31 Lionel Messi hefur nú lagt upp 58 mörk fyrir argentínska landsliðið, til viðbótar við að skora sjálfur 112 mörk. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi átti stóran þátt í 1-0 sigri Argentínu gegn Perú í nótt og jafnaði um leið heimsmetið yfir flestar stoðsendingar fyrir landslið karla í fótbolta. Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2. Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Liðin áttust við í undankeppni HM og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Argentínu tókst að brjóta ísinn þegar Messi sýndi afar lipra takta og sendi fyrir markið á Lautaro Martínez sem skoraði frábært mark. LIONEL MESSI WITH AN INSANE ASSIST, LAUTARO WITH AN INSANE GOAL pic.twitter.com/8CrgijjXYH— MC (@CrewsMat10) November 20, 2024 Hinn 37 ára gamli Messi hefur nú átt 58 stoðsendingar á sínum ferli með argentínska landsliðinu og er búinn að jafna met Bandaríkjamannsins Landon Donovan. Það verður bið á því að Messi geti slegið metið og átt það einn en leikurinn í nótt var hans síðasti á þessu almanaksári, hvort sem er fyrir Argentínu eða Inter Miami. Næstu landsleikir hans gætu orðið gegn Úrúgvæ og Brasilíu 19. og 24. mars. Martínez er nú jafn sjálfum Diego Maradona í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Argentínu frá upphafi, með einu marki meira en Gonzalo Higuaín. Messi er langefstur á listanum með 112 mörk. Lautaro Martínez now alongside Diego Maradona in Argentina’s all time leading scorers 3 behind 4th placed Hernán Crespo pic.twitter.com/JBa8ScIWUt— GOLAZO (@golazoargentino) November 20, 2024 Eftir sigurinn í nótt er Argentína með fimm stiga forskot á toppnum í tíu liða undankeppni Suður-Ameríku, með 25 stig eftir 12 leiki. Úrúgvæ kemur næst með 20 stig, eftir 1-1 jafntefli við Brasilíu sem er með 18 stig í 5. sæti. Ekvador og Kólumbía eru með 19 stig hvort. Federico Valverde kom Úrúgvæ yfir gegn Brasilíu í nótt, á 55. mínútu en Gerson, leikmaður Flamengo í Brasilíu, jafnaði skömmu síðar. Kólumbía tapaði 1-0 á heimavelli gegn Ekvador, Bólivía og Paragvæ gerðu 2-2 jafntefli, og Síle vann Venesúela 4-2.
Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira