Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 08:03 Mikillar óánægju gætir meðal Ísraelsmanna með framgöngu stjórnvalda hvað varðar gíslana. AP/Francisco Seco Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. Um er að ræða nýjasta útspil stjórnvalda í Ísrael sem miðar að því að tryggja lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa, eftir árásir samtakana á byggðir Ísraelsmanna fyrir meira en ári. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en þar af er fjöldi talinn látinn. Ísraelsher stendur enn í umfangsmiklum aðgerðum á Gasa og látnum fjölgar á hverjum degi. Á sama tíma eru fjölskyldur gíslanna orðnar örvæntingafullar, eftir margra mánaða áköll til stjórnvalda. Hefur Netanyahu verið sakaður um að forgangsraða eigin pólitísku framtíð fram yfir frelsun gíslanna. „Ég vil segja við þá sem hafa gíslana okkar í haldi: Þeir sem valda þeim skaða munu gjalda fyrir það. Við munum elta þig uppi og við munum hafa uppi á þér,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði hermenn í heimsókn til Gasa. „Fyrir þá sem vilja leið út: Sá sem færir okkur gísl; við munum finna örugga leið út fyrir hann og fjölskyldu hans,“ sagði Netanyahu einnig og bætti því við að Ísrael myndi að auki greiða fimm milljónir dala fyrir hvern gísl. Vopnahlésviðræður milli Ísrael og Hamas, með milligöngu annarra, hafa orðið að engu en samningamenn segja vonir uppi um að samkomulag náist um vopnahlé mili Ísrael og Hezbollah í Líbanon. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Um er að ræða nýjasta útspil stjórnvalda í Ísrael sem miðar að því að tryggja lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa, eftir árásir samtakana á byggðir Ísraelsmanna fyrir meira en ári. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en þar af er fjöldi talinn látinn. Ísraelsher stendur enn í umfangsmiklum aðgerðum á Gasa og látnum fjölgar á hverjum degi. Á sama tíma eru fjölskyldur gíslanna orðnar örvæntingafullar, eftir margra mánaða áköll til stjórnvalda. Hefur Netanyahu verið sakaður um að forgangsraða eigin pólitísku framtíð fram yfir frelsun gíslanna. „Ég vil segja við þá sem hafa gíslana okkar í haldi: Þeir sem valda þeim skaða munu gjalda fyrir það. Við munum elta þig uppi og við munum hafa uppi á þér,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði hermenn í heimsókn til Gasa. „Fyrir þá sem vilja leið út: Sá sem færir okkur gísl; við munum finna örugga leið út fyrir hann og fjölskyldu hans,“ sagði Netanyahu einnig og bætti því við að Ísrael myndi að auki greiða fimm milljónir dala fyrir hvern gísl. Vopnahlésviðræður milli Ísrael og Hamas, með milligöngu annarra, hafa orðið að engu en samningamenn segja vonir uppi um að samkomulag náist um vopnahlé mili Ísrael og Hezbollah í Líbanon.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira