Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi.
Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna.
Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð.
Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum.
Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi.