Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2024 15:01 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði nú í morgun vexti um 50 punkta. Vextir hafa þannig lækkað um 75 punkta á skömmum tíma. Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við í Framsókn og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmála á Íslandi hafa verið að segja. Við erum sannarlega á réttri leið. 1. Við erum með ábyrga og trausta efnahagsstefnu og verðbólga hefur lækkað í takt við spár. Aðhald í ríkisfjármálunum er nægilegt og tryggir mjúka lendingu sem þýðir í megin atriðum að ná niður verðbólgunni án þess að hér verði atvinnuleysi. 2. Við erum með langtímakjarasamninga sem stuðla að stöðugleika og þannig hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt sitt af mörkum. 3. Við erum að sjá verðbólguvæntingar lækka og þær hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs. 4. Gengi íslensku krónunnar er stöðugt og hefur verið að styrkjast. Munar um minna Til að setja þessar vaxtalækkanir í samhengi þá lækkar greiðslubyrði lána verulega. Þær lækkanir sem þegar hafa komið til framkvæmda geta sem dæmi numið tæplega 200.000 krónum á ársgrundvelli sé miðað við 30 m.kr. húsnæðislán. Sömu áhrifa gætir hjá fyrirtækjum landsins sem fjármagna sig með lánsfé. Það munar um minna. Við erum öll sammála um það að samfélagið hefur þurft að ganga í gegnum erfiða verðbólgutíma með hærri vöxtum en við kærum okkur um í kjölfar Covid, verðbólgu sem blossaði upp um allan heim og þær áskoranir sem við höfum tekist á við í kjölfar eldsumbrota í Grindavík. Þetta verkefni hefur krafist þolinmæði og þrautseigju. Við sjáum nú til lands við þetta stærsta hagsmunamál samfélagsins alls. Við erum í dauðafæri á að halda áfram á þessari braut. Það eru öll teikn á lofti um að vextir geti lækkað áfram. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst þess að við höldum áfram rétt á spilunum og tryggjum ábyrga, yfirvegaða og trausta hagstjórn. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði nú í morgun vexti um 50 punkta. Vextir hafa þannig lækkað um 75 punkta á skömmum tíma. Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við í Framsókn og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmála á Íslandi hafa verið að segja. Við erum sannarlega á réttri leið. 1. Við erum með ábyrga og trausta efnahagsstefnu og verðbólga hefur lækkað í takt við spár. Aðhald í ríkisfjármálunum er nægilegt og tryggir mjúka lendingu sem þýðir í megin atriðum að ná niður verðbólgunni án þess að hér verði atvinnuleysi. 2. Við erum með langtímakjarasamninga sem stuðla að stöðugleika og þannig hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt sitt af mörkum. 3. Við erum að sjá verðbólguvæntingar lækka og þær hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs. 4. Gengi íslensku krónunnar er stöðugt og hefur verið að styrkjast. Munar um minna Til að setja þessar vaxtalækkanir í samhengi þá lækkar greiðslubyrði lána verulega. Þær lækkanir sem þegar hafa komið til framkvæmda geta sem dæmi numið tæplega 200.000 krónum á ársgrundvelli sé miðað við 30 m.kr. húsnæðislán. Sömu áhrifa gætir hjá fyrirtækjum landsins sem fjármagna sig með lánsfé. Það munar um minna. Við erum öll sammála um það að samfélagið hefur þurft að ganga í gegnum erfiða verðbólgutíma með hærri vöxtum en við kærum okkur um í kjölfar Covid, verðbólgu sem blossaði upp um allan heim og þær áskoranir sem við höfum tekist á við í kjölfar eldsumbrota í Grindavík. Þetta verkefni hefur krafist þolinmæði og þrautseigju. Við sjáum nú til lands við þetta stærsta hagsmunamál samfélagsins alls. Við erum í dauðafæri á að halda áfram á þessari braut. Það eru öll teikn á lofti um að vextir geti lækkað áfram. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst þess að við höldum áfram rétt á spilunum og tryggjum ábyrga, yfirvegaða og trausta hagstjórn. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun