Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar var á dögunum í einhverskonar skjallspjalli með formanni Samfylkingarinnar í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu. Þar mærði Þorgerður meirihlutasamstarf Viðreisnar og Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur undanfarin 6 ár, sagði samstarfið fínt og bætti við að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur, hvorki í borgarstjórn né á landsvísu. Sú fullyrðing kallar á að maður spyrji sig hvað það er að vera „stjórntækur“ að mati formanns Viðreisnar. Þá er vitnisburðurinn frá Reykjavík kannski vísbending. Þar hefur Viðreisn undirgengist öll helstu stefnumál Samfylkingarinnar, svo sem: Ofurþéttingarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Afskiptaleysi Samfylkingarinnar í garð atvinnulífs í Reykjavík er núna líka stefna Viðreisnar Hatrömm andstaða Samfylkingarinnar í garð bifreiða er núna líka stefna Viðreisnar Skattahækkunarstefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Biðlistastefna Samfylkingarinnar er núna líka stefna Viðreisnar Skeytingarleysi Samfylkingarinnar um rekstur Reykjavíkur er núna líka stefna Viðreisnar Í raun má vart á milli sjá hver situr í borgarstjórn fyrir Viðreisn og hver situr fyrir Samfylkingu. Fordæmin sýna því að það að vera stjórntækur fyrir Viðreisn er að kokgleypa stefnumál Samfylkingarinnar í einu og öllu. Það er kannski stefnan fyrir næsta kjörtímabil, að Viðreisn hlýði Víði og Kristrúnu. Því þó Viðreisn hafi kannski haft stefnumál í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum sem sker flokkinn frá Samfylkingunni þá hefur ekkert af þeim málum orðið að veruleika. Við sem höfum reynslu af störfum systurflokkanna í Reykjavík, Viðreisnar og Samfylkingar, verðum því að vara landsmenn við því að innleiða rekstur Reykjavíkur í landsmálin. Vara við því að innleiða þjónustu borgarinnar við borgarbúa til landsmanna allra og vara við því að innleiða yfirlæti meirihlutans í garð kjósenda. Skattgreiðendur hafa ekki efni á Reykjavíkurmódelinu, landsmenn eiga betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar