Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 09:45 Leikskólinn Drafnarsteinn er sá eini í Reykjavík sem er lokaður vegna verkfalls Kennarasambands Íslands. Auk hans eru þrír leikskólar á landinu í ótímabundnu verkfalli. Alls eru um þrjú prósent leikskólabarna á landinu á leikskólunum fjórum. Reykjavíkurborg Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn. Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent