Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar 22. nóvember 2024 17:16 Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samgöngur Borgarlína Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun