Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar 23. nóvember 2024 08:47 Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar