Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Albert Guðmundsson er núna leikmaður Fiorentina en er tilnefndur vegna afreka sinna með Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Giuseppe Maffia Hvað eiga Cristiano Ronaldo, Andrea Pirlo, Zlatan Ibrahimovic og Albert Guðmundsson sameiginlegt? Að minnsta kosti það að hafa allir verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee. Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee.
Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira