Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar 24. nóvember 2024 13:17 Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra kynnti áætlanir um uppbyggingu nýs öryggisfangelsins í landi Stóra Hrauns við Eyrarbakka. Nýja fangelsið á að geta tekið við um 128 föngum þegar það er fullbyggt, með möguleika á stækkun til framtíðar. Í dag geta verið allt að 80 fangar á Litla Hrauni í húsnæði sem komið er í viðhaldsþörf. Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Áætlað er að byggja fangelsið upp á næstu fjórum árum og taka það í notkun á árinu 2028. Vonandi ganga þau áform eftir enda um stóra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið okkar. Fram kom á kynningunni að um væri að ræða nútíma öryggisfangelsi sem yrði byggt upp að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Selfossbrú mun rísa Það létti hjá mörgum þegar undirritun fór fram um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá í golfskálanum á Selfossi. Verkefni sem hefur tafist óþarflega mikið en fögnum því að loksins sé komið að framkvæmdum. Strax í framhaldinu tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra fyrstu skóflustunguna að brúnni sem áætlað er að verði tilbúin árið 2028. Brúin verður byggð af ÞG verktökum og hefur verið nefnd “Selfossbrúin” af heimafólki. Finnst það nafn falla vel að verkefninu sem felur bæði í sér uppbyggingu brúarinnar og tengivega báðu megin árinnar. Selfossbrú séð frá núverandi Ölfusárbrú.Örn Óskarsson Selfossbrúin verður mikil samgöngubót við Selfoss þar sem ófáir kannast við langar raðir eftir Suðurlandsvegi í dag til að komast yfir núverandi brú í austur eða vesturátt. Íbúar og gestir sem vilja nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er á svæðinu, geta þá vonandi átt greiðari leið um gömlu brúnna. Þessi verkefni ásamt fleirum á Suðurlandi eru mikil lyftistöng fyrir samfélagið og sýna þá miklu uppbyggingu sem er í gangi á svæðinu. Hvort sem um er að ræða samgöngur, orkumál, íbúðauppbyggingu eða aðra atvinnustarfsemi þá er hugur í Sunnlendingum að halda áfram og efla svæðið enn frekar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Samgöngur Fangelsismál Byggðamál Ný Ölfusárbrú Bragi Bjarnason Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra kynnti áætlanir um uppbyggingu nýs öryggisfangelsins í landi Stóra Hrauns við Eyrarbakka. Nýja fangelsið á að geta tekið við um 128 föngum þegar það er fullbyggt, með möguleika á stækkun til framtíðar. Í dag geta verið allt að 80 fangar á Litla Hrauni í húsnæði sem komið er í viðhaldsþörf. Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg. Áætlað er að byggja fangelsið upp á næstu fjórum árum og taka það í notkun á árinu 2028. Vonandi ganga þau áform eftir enda um stóra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið okkar. Fram kom á kynningunni að um væri að ræða nútíma öryggisfangelsi sem yrði byggt upp að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Selfossbrú mun rísa Það létti hjá mörgum þegar undirritun fór fram um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá í golfskálanum á Selfossi. Verkefni sem hefur tafist óþarflega mikið en fögnum því að loksins sé komið að framkvæmdum. Strax í framhaldinu tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og innviðaráðherra fyrstu skóflustunguna að brúnni sem áætlað er að verði tilbúin árið 2028. Brúin verður byggð af ÞG verktökum og hefur verið nefnd “Selfossbrúin” af heimafólki. Finnst það nafn falla vel að verkefninu sem felur bæði í sér uppbyggingu brúarinnar og tengivega báðu megin árinnar. Selfossbrú séð frá núverandi Ölfusárbrú.Örn Óskarsson Selfossbrúin verður mikil samgöngubót við Selfoss þar sem ófáir kannast við langar raðir eftir Suðurlandsvegi í dag til að komast yfir núverandi brú í austur eða vesturátt. Íbúar og gestir sem vilja nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er á svæðinu, geta þá vonandi átt greiðari leið um gömlu brúnna. Þessi verkefni ásamt fleirum á Suðurlandi eru mikil lyftistöng fyrir samfélagið og sýna þá miklu uppbyggingu sem er í gangi á svæðinu. Hvort sem um er að ræða samgöngur, orkumál, íbúðauppbyggingu eða aðra atvinnustarfsemi þá er hugur í Sunnlendingum að halda áfram og efla svæðið enn frekar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar