Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:47 Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í vikunni sóttum við, fyrir hönd Lýðræðisflokksins, fund með erlendum konum á Íslandi, W.O.M.A.N. Helsta áhyggjuefni þeirra var skortur á íslenskukennslu. Að hún væri dýr og fólk of þreytt á kvöldin til að sækja kennslu. Helst vildu konurnar að atvinnurekandinn stæði fyrir námskeiðum á vinnutíma og kostaði þau líka. Sumar þeirra skildu ekki hægaganginn og líktu okkur við Talibana. Tekið var dæmi af konu hér á landi, hælisleitanda sem hvorki talar ensku né íslensku og gat þar með ekki sótt sér menntunar. Af hverju við værum ekki búin að opna fleiri íslenskuskóla? Við erum fámennt samfélag og fengum á örfáum árum yfir okkur holskeflu af ferðamönnum, erlendu vinnuafli og flóttamönnum. Til dæmis fjölgaði íbúum Íslands um 8.508 bara á síðasta ári. Áratuginn þar á undan hafði íbúum fjölgað um 65.901. Þetta þýðir 20% fjölgun sem aftur veldur gríðarlegu álagi á húsnæðismarkaðinn, heilbrigðiskerfið, skólakerfið og atvinnumarkaðinn auk þess sem kostnaðurinn sem fylgir umsýslu við flóttamenn og hælisleitendur er allt of mikill fyrir fámenna þjóð. Íslenskuskóli á hverju götuhorni og opið allan sólarhringinn? Við viljum taka vel á móti fólki, hjálpa því að aðlagast og læra tungumálið, en það er takmarkað hvað lítil þjóð getur áorkað á stuttum tíma. Auðvitað myndum við vilja að allir fengju ókeypis íslenskukennslu og að hún væri aðgengileg kvölds og morgna. Ef við ætluðum að uppfylla þessar væntingar myndi stór hluti þeirra þurfa að henda frá sér öðrum verkefnum og helga sig íslenskukennslu fyrir útlendinga. Lýðræðisflokkurinn leggur einmitt áherslu á að íslenskukunnátta sé lykilatriði til að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu og að viðunandi kunnátta verði forsenda fyrir framlengingu dvalarleyfis. Það tekur tíma og kostar peninga. Innviðir löngu sprungnir Við þurfum rými til að byggja upp heilbrigðiskerfið til að anna öllum þessum fjölda sem nú þegar býr á landinu auk ferðamannanna sem flykkjast hér í milljónatali. Það vantar fleiri ódýrar íbúðir handa íbúum, skólakerfið er hætt að geta sinnt þessum fjölda og gatnakerfið sprungið. Loka landamærunum eins og á hinum Norðurlöndunum Markmið Lýðræðisflokksins er að loka landamærunum á sambærilegan hátt og lagt er til á Norðurlöndunum. Hælisleitendakerfið verði lagt niður og Ísland taki eingöngu á móti kvótaflóttamönnum eða á grundvelli fjöldaflótta. Það tekur allt of langan tíma að vinna úr umsóknum hælisleitenda, sérstaklega þar sem endalaust bætist við. Í staðinn viljum við frekar hjálpa flóttamönnum þar sem þeir eru staðsettir hvort sem það er í heimalandi eða öðru landi, í samstarfi við UN og Norðurlöndin. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun og ekki verði hægt að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Svo þurfum við ekki að hika við að senda veika einstaklinga aftur til fyrsta landsins sem veitti þeim hæli, ef þar fá þeir betri heilbrigðisþjónustu en hér. Erlendu fólki er enginn greiði gerður með því að láta það velkjast hér í löngu sprungnu heilbrigðiskerfi og bíða með okkur hinum í mörg ár eftir þjónustu. Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart íbúum þessa lands að fá enga heilbrigðisþjónustu vegna þess að hælisleitendur og ferðamenn ganga fyrir. Fólk þorir ekki að segja þetta upphátt því þar með er það stimplað útlendingahatarar (sem reyndar er hræðileg íslenska) og eitthvað þaðan af verra. Við verðum að vera raunsæ og þora að leysa málið. Lýðræðisflokkurinn hefur hugrekki til að breyta þessu. Höfundur er rithöfundur og í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar