Fótbolti

Syrtir í álinn hjá Frey og fé­lögum

Siggeir Ævarsson skrifar
Freyr Alexandersson hefur um nóg að hugsa þessa dagana
Freyr Alexandersson hefur um nóg að hugsa þessa dagana Getty/Nico Vereecken

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk töpuðu sínum þriðja leik í röð í belgísku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 4-0 á útivelli gegn Westerlo.

Þetta var fjórða tap liðsins í síðustu fimm leikjum og situr liðið nú í 15. og næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig. Pakkinn er þó ansi þéttur í neðri hlutanum og aðeins eru fjögur stig sem skilja að 10. og 15. sætið.

Andri Guðjohnsen byrjaði á bekknum hjá Gent sem sótti Anderlecht heim. Gent-liðar léku manni færri frá 43. mínútu og tveimur mönnum færri frá þeirri 75. en Andri kom inn á á 66. í stöðunni 3-0 og náði ekki að setja mark sitt á leikinn en heimamenn bættu þremur mörkum við eftir að Matisse Samoise var vikið af velli, lokatölur 6-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×