Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 09:20 Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði. Samhliða hefur verið byggt upp kerfi sem tryggir öryggi fyrir þá sem ekki hafa tök á að eignast húsnæði. Stuðningur við fyrstu kaupendur Hlutdeildarlánin, sem Framsókn setti í forgang, hafa gert 1200 fyrstu kaupendum kleift að eignast sína fyrstu fasteign. Aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði – í öllum tekjuhópum. Norrænt húsnæðiskerfi fyrir tekjulægri Með stofnframlögum og hlutdeildarlánum hefur Framsókn byggt upp kerfi sem tryggir að tekju- og eignalægri einstaklingar og fjölskyldur hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. 5000 íbúðir hafa þegar verið byggðar fyrir tekjulægri og fyrstu kaupendur, og fjármunir eru tryggðir fyrir aðrar 5000 íbúðir næstu fimm árin um land allt. Öruggt leiguumhverfi Réttindi leigjenda hafa verið styrkt til að skapa öruggari leigumarkað þar sem leiguverð er í samræmi við greiðslugetu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styðja tekju- og eignalægri fjölskyldur með húsnæðisstuðningi. Húsnæðisstefna að norrænni fyrirmynd Fyrsta húsnæðisstefna Íslands var samþykkt á síðasta vorþingi, með yfir 40 aðgerðum sem miða að stöðugleika á húsnæðismarkaði, auknu aðgengi að húsnæði og bættri stöðu heimila. Stefnan byggir á því að tryggja grundvallarréttindi allra til að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Framsókn hefur náð að samþætta séreignarstefnu og norrænt húsnæðiskerfi, með áherslu á stöðugleika, réttlæti og sanngirni fyrir alla. Þetta eru aðgerðir sem skipta máli og hafa raunveruleg áhrif á líf fjölskyldna. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði. Samhliða hefur verið byggt upp kerfi sem tryggir öryggi fyrir þá sem ekki hafa tök á að eignast húsnæði. Stuðningur við fyrstu kaupendur Hlutdeildarlánin, sem Framsókn setti í forgang, hafa gert 1200 fyrstu kaupendum kleift að eignast sína fyrstu fasteign. Aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði – í öllum tekjuhópum. Norrænt húsnæðiskerfi fyrir tekjulægri Með stofnframlögum og hlutdeildarlánum hefur Framsókn byggt upp kerfi sem tryggir að tekju- og eignalægri einstaklingar og fjölskyldur hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. 5000 íbúðir hafa þegar verið byggðar fyrir tekjulægri og fyrstu kaupendur, og fjármunir eru tryggðir fyrir aðrar 5000 íbúðir næstu fimm árin um land allt. Öruggt leiguumhverfi Réttindi leigjenda hafa verið styrkt til að skapa öruggari leigumarkað þar sem leiguverð er í samræmi við greiðslugetu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styðja tekju- og eignalægri fjölskyldur með húsnæðisstuðningi. Húsnæðisstefna að norrænni fyrirmynd Fyrsta húsnæðisstefna Íslands var samþykkt á síðasta vorþingi, með yfir 40 aðgerðum sem miða að stöðugleika á húsnæðismarkaði, auknu aðgengi að húsnæði og bættri stöðu heimila. Stefnan byggir á því að tryggja grundvallarréttindi allra til að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Framsókn hefur náð að samþætta séreignarstefnu og norrænt húsnæðiskerfi, með áherslu á stöðugleika, réttlæti og sanngirni fyrir alla. Þetta eru aðgerðir sem skipta máli og hafa raunveruleg áhrif á líf fjölskyldna. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar