Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 09:20 Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði. Samhliða hefur verið byggt upp kerfi sem tryggir öryggi fyrir þá sem ekki hafa tök á að eignast húsnæði. Stuðningur við fyrstu kaupendur Hlutdeildarlánin, sem Framsókn setti í forgang, hafa gert 1200 fyrstu kaupendum kleift að eignast sína fyrstu fasteign. Aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði – í öllum tekjuhópum. Norrænt húsnæðiskerfi fyrir tekjulægri Með stofnframlögum og hlutdeildarlánum hefur Framsókn byggt upp kerfi sem tryggir að tekju- og eignalægri einstaklingar og fjölskyldur hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. 5000 íbúðir hafa þegar verið byggðar fyrir tekjulægri og fyrstu kaupendur, og fjármunir eru tryggðir fyrir aðrar 5000 íbúðir næstu fimm árin um land allt. Öruggt leiguumhverfi Réttindi leigjenda hafa verið styrkt til að skapa öruggari leigumarkað þar sem leiguverð er í samræmi við greiðslugetu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styðja tekju- og eignalægri fjölskyldur með húsnæðisstuðningi. Húsnæðisstefna að norrænni fyrirmynd Fyrsta húsnæðisstefna Íslands var samþykkt á síðasta vorþingi, með yfir 40 aðgerðum sem miða að stöðugleika á húsnæðismarkaði, auknu aðgengi að húsnæði og bættri stöðu heimila. Stefnan byggir á því að tryggja grundvallarréttindi allra til að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Framsókn hefur náð að samþætta séreignarstefnu og norrænt húsnæðiskerfi, með áherslu á stöðugleika, réttlæti og sanngirni fyrir alla. Þetta eru aðgerðir sem skipta máli og hafa raunveruleg áhrif á líf fjölskyldna. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði. Samhliða hefur verið byggt upp kerfi sem tryggir öryggi fyrir þá sem ekki hafa tök á að eignast húsnæði. Stuðningur við fyrstu kaupendur Hlutdeildarlánin, sem Framsókn setti í forgang, hafa gert 1200 fyrstu kaupendum kleift að eignast sína fyrstu fasteign. Aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði – í öllum tekjuhópum. Norrænt húsnæðiskerfi fyrir tekjulægri Með stofnframlögum og hlutdeildarlánum hefur Framsókn byggt upp kerfi sem tryggir að tekju- og eignalægri einstaklingar og fjölskyldur hafi aðgang að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. 5000 íbúðir hafa þegar verið byggðar fyrir tekjulægri og fyrstu kaupendur, og fjármunir eru tryggðir fyrir aðrar 5000 íbúðir næstu fimm árin um land allt. Öruggt leiguumhverfi Réttindi leigjenda hafa verið styrkt til að skapa öruggari leigumarkað þar sem leiguverð er í samræmi við greiðslugetu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styðja tekju- og eignalægri fjölskyldur með húsnæðisstuðningi. Húsnæðisstefna að norrænni fyrirmynd Fyrsta húsnæðisstefna Íslands var samþykkt á síðasta vorþingi, með yfir 40 aðgerðum sem miða að stöðugleika á húsnæðismarkaði, auknu aðgengi að húsnæði og bættri stöðu heimila. Stefnan byggir á því að tryggja grundvallarréttindi allra til að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Framsókn hefur náð að samþætta séreignarstefnu og norrænt húsnæðiskerfi, með áherslu á stöðugleika, réttlæti og sanngirni fyrir alla. Þetta eru aðgerðir sem skipta máli og hafa raunveruleg áhrif á líf fjölskyldna. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar