Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 11:12 Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun