Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Innflytjendur og aðgerðasinnar mótmæla fyrirætlunum Trump í New York. Getty/Stephanie Keith Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira