Tvær á toppnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 21:01 Flestir myndu vilja fá Kristrúnu Frostadóttur sem næsta forsætisráðherra og langflestir myndur vildu helst sjá hana í stól fjármála-og efnahagsráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fylgir fast á hæla hennar og fær næst mest fylgi sem næsti leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Vísir Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hverja af leiðtogum flokkanna það telji að væri besti forsætisráðherrann og besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Enn vilja flestir formann Samfylkingar sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Flestir telja að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar yrði besti forsætisráðherrann eða um 27 prósent svarenda. Það eru aðeins færri en í könnun frá því í október þar sem tæpur þriðjungur taldi hana besta kostinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti með um 21 prósent. Athygli vekur að tvöfalt fleiri en í síðustu könnun telja hana besta forsætisráðherrann. Ný könnun Maskínu sýnir hverjum þátttakendur treysta best til að gegna embætti forsætisráðherra.Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er í þriðja sæti en fylgi við hann sem forsætisráðherra dalar milli kannanna. Það sama á við formenn ríkisstjórnarflokkanna sem missa allir fylgi við sig milli kannanna sem leiðtoga í næstu ríkisstjórn. Athygli vekur að Sanna Magðalena Mörtudóttir leiðtogi sósíalista kemst nú á blað þar sem tæplega fimm prósent svarenda velja hana sem næsta forsætisráðherra. Formaður Viðreisnar kominn yfir formann Sjálfstæðisflokksins Langflestir eða fjórir af hverjum tíu telja Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar besta fjármála- og efnahagsráðherrann og bætir hún talsvert við sig frá síðustu könnun fyrir tveimur árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti og bætir hún einnig talsvert við sig. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er nú í þriðja sæti en hann tapar umtalsverðu fylgi milli kannanna. Nú telja um 14 prósent svarenda hann vera besta kostinn í stól fjármálaráðherra en voru um 24 prósent fyrir tveimur árum. Svona svaraði fólk því hver það teldi að yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann.Vísir Formaður Miðflokksins er í fjórða sæti þar sem um einn af hverjum tíu telja hann besta kostinn og tvöfaldar hann fylgi sitt sem fjármála-og efnahagsráðherra milli kannanna. Ríflega fimm prósent telja núverandi fjármálaráðherra henta best í stöðuna. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem fólk var spurt hverja af leiðtogum flokkanna það telji að væri besti forsætisráðherrann og besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Enn vilja flestir formann Samfylkingar sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Flestir telja að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar yrði besti forsætisráðherrann eða um 27 prósent svarenda. Það eru aðeins færri en í könnun frá því í október þar sem tæpur þriðjungur taldi hana besta kostinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti með um 21 prósent. Athygli vekur að tvöfalt fleiri en í síðustu könnun telja hana besta forsætisráðherrann. Ný könnun Maskínu sýnir hverjum þátttakendur treysta best til að gegna embætti forsætisráðherra.Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er í þriðja sæti en fylgi við hann sem forsætisráðherra dalar milli kannanna. Það sama á við formenn ríkisstjórnarflokkanna sem missa allir fylgi við sig milli kannanna sem leiðtoga í næstu ríkisstjórn. Athygli vekur að Sanna Magðalena Mörtudóttir leiðtogi sósíalista kemst nú á blað þar sem tæplega fimm prósent svarenda velja hana sem næsta forsætisráðherra. Formaður Viðreisnar kominn yfir formann Sjálfstæðisflokksins Langflestir eða fjórir af hverjum tíu telja Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingar besta fjármála- og efnahagsráðherrann og bætir hún talsvert við sig frá síðustu könnun fyrir tveimur árum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er í öðru sæti og bætir hún einnig talsvert við sig. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er nú í þriðja sæti en hann tapar umtalsverðu fylgi milli kannanna. Nú telja um 14 prósent svarenda hann vera besta kostinn í stól fjármálaráðherra en voru um 24 prósent fyrir tveimur árum. Svona svaraði fólk því hver það teldi að yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann.Vísir Formaður Miðflokksins er í fjórða sæti þar sem um einn af hverjum tíu telja hann besta kostinn og tvöfaldar hann fylgi sitt sem fjármála-og efnahagsráðherra milli kannanna. Ríflega fimm prósent telja núverandi fjármálaráðherra henta best í stöðuna.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira