Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 20:45 Daníel Hafsteinsson var frábær í úrslitum Mjólkurbikarsins er KA lagði Víking. Vísir/Diego Það er nóg um að vera hjá liðum í Bestu deild karla í fótbolta þó deildin sé farin í vetrarfrí. Liðin eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir næsta ár og því er af nægu að taka þessa dagana. Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02
FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17