Skoðun

Sjálf­stæðis­flokkurinn – svarið fyrir fjöl­skyldur og ungt fólk

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, og það skiptir máli hver stjórnar þegar kemur að framtíð barna okkar. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja að ungt fólk og barnafjölskyldur fái stuðninginn sem þær þurfa til að blómstra í lífi og starfi.

Að hefja nýtt líf og stofna fjölskyldu getur verið áskorun, en Sjálfstæðisflokkurinn skilur þarfir fjölskyldna og vinnur að því að koma til móts við þær. Með raunhæfum lausnum, eins og 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri, auknum stuðningi við tæknifrjóvganir og sanngjarnri nýtingu hækkunar á fæðingarorlofsgreiðslum, léttum við undir með fjölskyldum landsins.

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að því að ryðja hindrunum úr vegi til að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássum og setur leikskólann í forgang – því framtíðin byrjar með börnunum okkar.

Við trúum á frelsi fjölskyldna, valkosti og framtak. Með stóru átaki í menntamálum leggjum við grunn að betri tækifærum fyrir unga kynslóð.

Það skiptir máli fyrir framtíðina hver stjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fjölskyldum og ungu fólki. Saman byggjum við Ísland þar sem allir fá að njóta sín og skapa sterkari framtíð fyrir næstu kynslóðir.

Veljum vel. Veljum Sjálfstæðisflokkinn!

Höfundur er þriggja barna móðir úr Hafnarfirði.




Skoðun

Sjá meira


×