Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 16:53 Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson og Steinar Atli Skarphéðinsson. Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Í tilkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi áratuga reynslu úr fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. „Undanfarinn áratug hefur það verið ferðaþjónusta, bæði í rekstri fjölbreytilegra fyrirtækja í greininni og sem Ferðamálastjóri. Áður var hann hjá Baugi Group og tengdum fyrirtækjum; í verslun, þjónustu, fasteignum og fjárfestingum. Þar á undan var hann í stjórnunarstöðum í Stjórnarráðinu, bæði í fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Steinar hefur breiðan bakgrunn í ferðaþjónustu, smásölurekstri og hugbúnaðarþróun. Undanfarin ár stýrði hann hugbúnaðarþróun Origo á sviði ferðalausna og þá sérstaklega þróun bókunarkerfa og bætta sjálfvirknivæðingu. Hann hefur víðtæka þekkingu á þróun greiðslulausna í ferðaþjónustu. Steinar hefur einnig unnið að eigin rekstri á sviði verslunar, fjártækni og ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Skarphéðni að þeir feðgar hafi rætt stofnun fyrirtækisins í talsverðan tíma. „Það má segja að samverustundir yfir sunnudagssteikinni undanfarin 10 ár hafi farið í að ræða ferðaþjónustuna og hvað hægt sé að bæta og gera enn betur,“ segir Skarphéðinn Berg. „Rekstrarráðgjöf í ferðaþjónustu hefur verið afar takmörkuð hér á landi. Með mikilli reynslu og þekkingu á ólíkum og fjölbreyttum viðfangsefnum ferðaþjónustunnar teljum við okkur geta lagt til góð ráð sem bætir rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eftir mikinn vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu undanfarin ár er nauðsynlegt fyrir þau að bæta innri rekstur og auka þar með arðsemi. Gögn og reynsla hafa safnast saman á undanförnum árum sem með greiningu og skilningi gefur sóknarfæri,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi áratuga reynslu úr fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. „Undanfarinn áratug hefur það verið ferðaþjónusta, bæði í rekstri fjölbreytilegra fyrirtækja í greininni og sem Ferðamálastjóri. Áður var hann hjá Baugi Group og tengdum fyrirtækjum; í verslun, þjónustu, fasteignum og fjárfestingum. Þar á undan var hann í stjórnunarstöðum í Stjórnarráðinu, bæði í fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Steinar hefur breiðan bakgrunn í ferðaþjónustu, smásölurekstri og hugbúnaðarþróun. Undanfarin ár stýrði hann hugbúnaðarþróun Origo á sviði ferðalausna og þá sérstaklega þróun bókunarkerfa og bætta sjálfvirknivæðingu. Hann hefur víðtæka þekkingu á þróun greiðslulausna í ferðaþjónustu. Steinar hefur einnig unnið að eigin rekstri á sviði verslunar, fjártækni og ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Skarphéðni að þeir feðgar hafi rætt stofnun fyrirtækisins í talsverðan tíma. „Það má segja að samverustundir yfir sunnudagssteikinni undanfarin 10 ár hafi farið í að ræða ferðaþjónustuna og hvað hægt sé að bæta og gera enn betur,“ segir Skarphéðinn Berg. „Rekstrarráðgjöf í ferðaþjónustu hefur verið afar takmörkuð hér á landi. Með mikilli reynslu og þekkingu á ólíkum og fjölbreyttum viðfangsefnum ferðaþjónustunnar teljum við okkur geta lagt til góð ráð sem bætir rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eftir mikinn vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu undanfarin ár er nauðsynlegt fyrir þau að bæta innri rekstur og auka þar með arðsemi. Gögn og reynsla hafa safnast saman á undanförnum árum sem með greiningu og skilningi gefur sóknarfæri,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira